Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 9
STUÐLABERG 2/2021 9
Bókin hefur fengið dásamlegar viðtökur.
Hún er kennd í leikskólum enda er bundna
málið svo aðgengilegt og hjálplegt yngsta
fólkinu okkar við að læra tungumálið, fá til-
finningu fyrir því og leika sér með það. Það
sýnir sig að bundinn texti nær mun yngra
fólki en óbundinn og oftar en ekki hægt að
syngja hann og leika í leiðinni. Leikskóla-
börn eru varla talandi þegar þau syngja um
himinborna dís og skóhljóðið létta. Myndir
Halldórs Baldurssonar við kvæðin eru líka
dásamlegar og tvinna sig inn í allar vísurnar
þannig að úr verður ein sinfónía. Ég hef heyrt
að hún sé mjög vinsæl í upplestrum í leik-
skólum og á yngra stigi grunnskólans.
Það er auðséð þegar bókin er lesin að þú leggur
metnað í að yrkja rétt og vel. Þykir þér kannski
dálítið vænt um bragformið með öllum þessum
reglum?
Mér þykir mjög vænt um bragformið og
allt regluverkið. Ég viðurkenni fúslega að
ég á mikið ólært. Þess vegna er ritstjóri með
alvöru bragfræðiþekkingu svo mikilvægur
ef höfundar ætla að takast á við þetta verk-
efni. Ég tala nú ekki um ef barnabókahöf-
undar leggja fyrir sig hefðbundinn kveðskap
í verkum sínum. Þar er ábyrgðin mikil því
hlutverk okkar er líka að miðla tungumálinu
áfram af þekkingu og natni. Og bragfræðin er
eins og að læra annað tungumál. Það er ekki
nóg að setjast bara niður og líma og ríma með
lítinn tíma. Mér finnst alltaf leiðinlegt að sjá
þannig vinnubrögð.
Ég finn sárlega fyrir því að það hefur orðið
einhver spekileki í samfélaginu okkar. Það er
umburðarlyndi fyrir því að höfundar styðj-
ist lauslega við hefðbundna formið án þess
að þekkja það. Og nú er ég ekki að tala um
atómljóðið eða óbundinn kveðskap, heldur
efni sem hefur komið út fyrir börn og skóla-
kerfi og hefur verið einhvers konar tilbrigði
við hið hefðbundna form þar sem allar reglur
eru þó þverbrotnar út af þekkingarskorti. Og
þessi sami þekkingarskortur nær inn í bóka-
útgáfurnar líka þar sem yfirlesarar virðast
bara ekki vita af bragfræðinni eða, það sem
verra væri, er jafnvel sama um hana.
Þessi spekileki nær alveg upp í menningar-
umfjöllun í sjálfu RÚV þar sem ég hlustaði
í fyrra á einn fremsta bókmenntafrömuð
stofnunarinnar mæra verulega illa saman-
settar og brotnar vísur fyrir börn og tala um
meistaralega meðferð og dásamleg efnistök.
Þá verkjaði mig í vísuhjartað af því að það er
innbyggt í kerfið frá barnæsku að það varðar
nánast við lög að senda frá sér vonda vísu.
En nú eru þær mærðar í menningarmiðlum
vegna þekkingarskorts. Já, mér þykir vænt
um bragfræðina og fæ gæsahúð þegar ég
heyri vel ort kvæði og aumingjahroll þegar
ég heyri vonda vísu.
Heldurðu að þú eigir eftir að senda frá þér aðra
bók stuðlaða og rímaða?
Já, ég er handviss um að ég geri aðra bók
í bundnu máli og mun áfram leggja ofur-
áherslu á ritstjórnina til að skila besta mögu-
lega verki. Ritstjórn er alltaf lykill því betur
sjá augu en auga. Bók er samstarfsverkefni
sem margir koma að. Ég er meira að segja
með tvær hugmyndir í tjöldunum um ríg-
bundnar og bragfræðilegar sögur.
RIA.