Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 13

Stuðlaberg - 01.11.2021, Qupperneq 13
STUÐLABERG 2/2021 13 Tendrum ljósið, lífsins vilja Nýjar ljóðabækur Leiður hef ég löngum þótt Í maí á þessu ári kom út hjá bókaútgáfunni Hólum bókin Ekki var það illa meint, ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson. Þetta er stór og fyrirferðar­ mikil bók, rösklega tvö­ hundruð og fimmtíu blaðsíður. Henni er skipt í kafla eftir efni en mest fer fyrir lausavísum. Stór hluti þeirra er tekinn af netinu, af fésbókarsíðu Hjálmars, og fylgja dag­ setningar í sviga neðan við vísurnar. Vísurnar eru hver annarri betri. Hjálmar var löngu landsþekktur fyrir kveð­ skap sinn og vísnaunnendur tóku bókinni fagnandi. Hann yrkir um fésbókarreynslu sína. Hér er hann að byrja að þreifa fyrir sér á netinu, vísan er dagsett 20. júní 2014: Leiður hef ég löngum þótt, líka af slæmu kyni. Nú hef ég eignast undur skjótt 80 vini. Sú næsta er ort 20. desember 2014 og heitir Gámum staflað á Landspítalalóðinni: Nú er búið að höggva á hnút, hrinda burt angri og sút. Þetta gráðuga stóð fer í gáma út á lóð. (Þá er fljótlegra að flytja það út.) Ekki eru þó allar vísurnar dagsettar. All­ margar vísur Hjálmars tengjast vini hans, Pétri Péturssyni. Pétur átti, sem kunnugt er, í útistöðum við kraftlyftingamenn út af stera­ notkun. Hjálmar orti vísu sem hann kallar Niðurstöður Stera­Péturs: Alveg sýnist augljóst vera, enginn þarf að rengja það að þeir sem nota þessa stera þurfa minna fíkjublað. Þetta er ótrúlega skemmtileg bók, full af óvæntum sjónar hornum og hressilegum gal­ gopaskap. Tíminn er annars staðar Félag ljóðaunnenda á Aust­ urlandi hefur sent frá sér bókina Raddir daganna eftir Hannes Sigurðsson, verka­ mann á Akureyri. Hannes er fæddur á Borgarfirði eystra og ólst upp þar og á Eiðum á Fljótsdalshéraði. Í bókinni skiptast á hefðbundin ljóð og óhefðbundin. Hannes er orðfær og hefur gott vald á ljóðforminu, hvora leiðina sem hann fer. Hér er ljóð sem heitir Við Háholt og undirtitllinn er: Gengið um Framnesið á Raufarhöfn: Þar sem víðirinn blómstrar á balanum uppi við holtið er brot úr sögu, reifað áranna hjúpi. Hálfhruninn veggur, vafinn fléttum og mosa, veðruð minning úr gleymskunnar óræða djúpi. Ég geng inn í þessa veröld sem var hér áður, með vonir og þrár, með raddirnar æskuglaðar. Stuttir fætur stigu hér fyrstu skrefin. Ég staldra við – tíminn er annars staðar. Lesendum er bent á að skoða síðustu línuna. Við þankastrikið verður brot í annars reglulegum takti ljóðsins, þar kemur hlé. Lesandinn er neyddur til að staldra við með skáld inu. Það er gaman að sjá svona tilþrif í nýrri ljóðabók. Hér má líka sjá ljóð sem eru á léttari nótunum. Hannes kann vel að fást við

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.