Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 20

Stuðlaberg - 01.11.2021, Blaðsíða 20
20 STUÐLABERG 2/2021 ljóðskáld og geta mælt vísur og ljóð viðkom- andi skálda og annarra af munni fram og fólk kann greinilega að meta þennan þjóðar- arf okkar. Áhugi erlendra gesta hefur einnig komið skemmtilega á óvart og heillast þeir ekki síst af okkar löngu bragfræðihefð, sagna- heimi Eddu-kvæðanna, rímnakveðskapnum og þætti ljóðanna í sjálfstæðis baráttunni þar sem penninn var voldugri en sverðið. Við höfum einmitt fengið í heimsókn tölu- vert af erlendu fræðafólki sem er að kynna sér þennan merka arf okkar og eins hefur forstöðumaður verið með fræðsluerindi og kynningar fyrir erlend skáld og áhugafólk í gegnum netið. Hve margar bækur voru í safninu við stofnun þess og hve margar eru þær núna? Eitt af markmiðum okkar er að safna einu eintaki af öllum íslenskum ljóðabókum. Ég var sjálfur búinn að safna að mér mörg hundr- uð bókum áður en ég opnaði og þegar það spurðist út hvað stæði til fóru að berast bóka- gjafir héðan og þaðan. Stærsti fengurinn var ljóðabókasafn Baldurs heitins Pálmasonar, ljóðskálds og dagskrárstjóra hjá Útvarpinu. Hann lét eftir sig stórt safn bóka og fyrir tilstilli góðra manna og með fjármagni frá Siglfirðingnum Arnold Bjarnasyni varð ljóða- bókasafn hans okkar. Þar voru margar áritaðar bækur og fágætar. Arnold færði Ljóðasetrinu þessar bækur að gjöf til minningar um afa sinn, séra Bjarna Þorsteinsson, prest og þjóð- lagasafnara. Bókasöfn Siglufjarðar og Kópa- vogs voru okkur vinveitt á fyrstu metrunum og fjöldinn allur af fólki hefur sent okkur eða komið með bókakassa í gegnum tíðina. Þegar við opnuðum voru til vel á annað þúsund eintök bóka, nú eru þau um fjögur þúsund. Hefur Ljóðasetrið orðið til þess, að þínu mati, að glæða áhuga ungs fólks á ljóðum? Öll umræða og athygli sem ljóðið fær er af hinu góða og ég tel að tilkoma Ljóðasetursins hafi hjálpað til við að auka þá athygli. Hvað unga fólkið varðar höfum við lagt mikla áherslu á það á Ljóðasetrinu allt frá upphafi Sagt um ljóð Vel ort íslensk vísa í góðum bragarhætti er einn dýrasti og formfegursti skáldskapur sem heimurinn þekkir. Einar Benediktsson skáld. Engin list hefur látið Íslendingum betur í seinni tíð en ljóðlistin. Jón J. Aðils prófessor. Ég er sannfærður um að ljóðakunnátta hefur mikið þroskunargildi og hefur haft mikil áhrif á andlegan vöxt Íslendinga um aldaraðir. Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Í sáningu málsins í ungar sálir og ræktun þess til viðhalds kjarngresi tungunnar eiga ljóðin sinn ómetanlega þátt. Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Þau kvæði sem eru komin frá hjartarótum skáldanna ylja manni alltaf. Laufey Valdimarsdóttir rithöfundur. Það er engu líkara en í landinu sjálfu, í fjöllum þess og dölum, fossum og fjörðum, hafi frá upphafi búið sá töframáttur sem glæðir skáldeðlið, vekur ljóð til lífs og aðdáun almennings á stuðlaföllum og hrynjandi. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Ljóðið er kastali háttvísinnar. Halldór Laxness rithöfundur. Ljóð er hægt að syngja, dansa og segja. Þau þurfa ekki nema brot úr tíma til þess að læsa sig inn í mannlega vitund og opinbera alla leyndardóma lífsins. Jenna Jensdóttir rithöfundur. Frágengin kvæði, fleiri en menn halda, fulllauna skáldum stritið sem þau valda. Jóhann S. Hannesson skólameistari. Ljóðið er leið mannsins til að leita að sál sinni. Matthías Johannessen rithöfundur. J.R.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.