Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 3
Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. 3 Um Arnarnesveg: Framkvæmdirnar felast í nýbyggingu Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Í verkinu eru tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Einnig verður unnið við hljóðdeyfigarða og hljóðveggi, regnvatnslagnir, snjóbræðslulagnir, settjörn, regnbeð, götulýsingu og lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar. Auk vegagerðarinnar verða eftirfarandi mannvirki byggð: → Akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg. → Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs. → Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel. → Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg. → Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar. → Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar. → Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal. → Göngu- og hjólabrú á Dimmu. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna ohf., Veitna og Mílu. Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. ← Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að þriðja áfanga Arnarnesvegar 23. ágúst 2023. ↓ Horft í suðvesturátt eftir Arnarnesvegi. Hér má sjá gatnamót við Breiðholtsbraut.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.