Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Side 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Side 5
Framkvæmdafréttir nr. 726 4. tbl. 31. árg. 5 Byrjað var að vinna að rannsókninni árið 2020 en þá voru átta deilibílar staðsettir miðsvæðis í Reykjavík í þjónustu Zipcar. Til þess að rannsaka áhrif deilibíla á ferðavenjur og einkabílaeign, var framkvæmd ferðavenjukönnun sem send var á alla meðlimi Zipcar. Á þessum tíma voru um 1.000 skráðir meðlimir og rétt um 180 meðlimir svöruðu könnuninni. Í ljós kom að yfir helmingur svarenda sem höfðu skráð sig í þjónustuna höfðu ekki prófað hana og því var lögð áhersla á að greina aðeins svör notanda sem höfðu notað þjónustuna. Niðurstöður sýna að um 25% meðlima notuðu deilibílana einu sinni eða oftar í mánuði. Flestir notendur notuðu þjónustuna sjaldnar þ.e. sjaldnar en einu sinni á mánuði. Við greiningu á ferðavenjum og einkabílaeign kom í ljós að meðlimir Zipcar eiga færri bíla og nota almenningssamgöngur oftar samanborið við ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu (árið 2019). Stærsti hluti meðlima (um 43%) áttu ekki bíl sem sýnir fram á það að deilibílar geta veitt aðgengi að bíl fyrir þá sem ekki eiga bíl fyrir. Þegar notkun deilibílanna var skoðuð, kom í ljós að þrír deilibílar höfðu samtals um 50 einstaka notendur á einu ári (2019) sem sýnir möguleikana á deilibílum í samanburði við einkabílinn, sem yfirleitt hefur aðeins einn eða tvo notendur. 0% 10% 30% 50% 70%20% 40% 60% 80% 90% Sjaldan (sjaldnar en einu sinni í mánuði) Oft (oftar en einu sinni í mánuði) Mjög oft (oftar en einu sinni í viku) Hversu oft notar heimilið þitt deilibíl? ← Mynd 3: Meðlimir Zipcar voru spurðir hversu oft þeir notuðu þjónustuna. Ein meginspurning rannsóknarinnar var að skilja hvort aðgengi að deilibílum hefði þegar verið liður í því að fækka einkabílum og ef svo væri, hversu mörgum bílum hefur fækkað á hvern deilibíl. Til að átta sig á því sambandi var fylgt sömu aðferðarfræði og sett var fram í erlendri rannsókn (Metro Vancouver, 2014) þar sem meðlimir voru spurðir hvort fjöldi ökutækja á heimilinu hefði breyst, sem og spurt hver áhrifin væru á bílaeign þeirra ef deilibílar yrðu ekki lengur aðgengilegir. Niðurstöður sýndu að einn deilibíll fjarlægir fjóra til sex einkabíla af götunni. Við þetta má bæta að um 3% notenda svöruðu að fjöldi bíla á heimili þeirra hafði fækkað vegna aðgengi að deilibíl. Þessar niðurstöður eru sambærilegar öðrum erlendum rannsóknum og sýnir fram á ávinning deilibíla hér á landi, sem aðeins höfðu verið aðgengilegir í tvö ár þegar könnunin var framkvæmd. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöld hafa sett sér skýra stefnu með samgöngusáttmála um að fá fleiri til þess að nota aðra ferðamáta en einkabílinn, og verður fjármagni meðal annars ráðstafað í að bæta almenningssamgöngur og hjólainnviði. Slík þróun mun taka tíma en rannsóknin sýnir að aðgengi að deilibílum geti verið liður í því að ná fram þessum langtíma markmiðum. Síðan könnunin var framkvæmd hefur Zipcar hætt rekstri en Hopp býður þess í stað upp á deilibíla en með breyttu fyrirkomulagi. Aðgengi deilibíla hefur fyrst og fremst verið drifið af einkaaðilum hingað til og ekki er sjálfgefið að rekstur deilibíla þrífist í eins litlu samfélagi og á höfuðborgarsvæðinu. Því er mikilvægt að sveitarfélög og stjórnvöld séu vakandi fyrir þróuninni og styðji við aðgengi og vöxt deilibíla. Fyrir þá sem hafa áhuga á frekari niðurstöðum rannsóknarinnar, þá verður hún aðgengileg á vefsíðu Vegagerðarinnar.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.