Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Blaðsíða 15
Framkvæmdafréttir nr. 726
4. tbl. 31. árg.
15
Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um
kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við
ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með
ferjuna Baldur af hólmi. Kaupin koma í kjölfar útboðs
þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til
að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings
við Sæferðir vorið 2023 en ákveðið var breyta þeirri
ákvörðun og halda áfram siglingum í ljósi þess að
miklar breytingar hafa orðið á atvinnustarfsemi
á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar
uppbyggingu fiskeldis og aukinnar ferðaþjónustu.
Sú ferja er þjónað hefur í ferjusiglingum á
Breiðafirði hefur sætt gagnrýni bæði vegna öryggis
og aðbúnaðar við farþega. Í ljósi þessa var strax árið
2021 farið að skoða hvort hægt væri að finna annað
skip sem uppfyllti þær kröfur sem settar eru fyrir
ferjusiglingar á Breiðafirði. Gerð var krafa um að skipið
væri búið tveimur aðalvélum og hefði haffærni fyrir C
svæði en siglingaleiðin um Breiðafjörð flokkast sem C
svæði.
Kannað var hvort Herjólfur III gæti sinnt
ferjusiglingum á leiðinni en það þótti ekki raunhæfur
kostur. Herjólfur er ekki gerður til siglinga inni á fjörðum
og er þungur og dýr í rekstri. Auk þess getur hann
hvorki lagst að núverandi hafnarmannvirkjum né sinnt
flutningum í Flatey.
Samið um kaup á
ferjunni Röst
Norska ferjan tekur við ferjusiglingum á Breiðafirði.
Afar fáar ferjur standa til boða sem geta siglt á C
hafsvæði, eru með tvær vélar og geta jafnframt notast
við núverandi hafnarmannvirki. Það var því mjög
áhugavert að ferjan Röst stóð til boða og mun þá taka
við þjónustu á Breiðafirði í beinu framhaldi af Baldri, og
þar með myndað samfellu í siglingum yfir Breiðafjörð.
Vegagerðin bauð út rekstur ferju á Breiðafirði í sumar.
Eitt tilboð barst frá Sæferðum í Stykkishólmi. Það
var talsvert yfir áætluðum verkatakakostnaði og var
tilboðinu því hafnað. Yfir standa samningaviðræður við
Sæferðir um aðkomu þeirra að rekstri ferjunnar.
Ferjan Röst er smíðuð 1991, tekur 250
farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Í útboði
Vegagerðarinnar um rekstur Breiðafjarðarferju
2023-2026 var miðað við að Röst sigli sömu áætlun
og Baldur á ferjuleiðinni Stykkishólmur – Flatey –
Brjánslækur – Flatey - Stykkishólmur.
Afhending á ferjunni verður um miðjan september
og tekur þá við skoðun ytra og síðan sigling til Íslands.
Þá fer ferjan í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar
ehf. í Hafnarfirði sem átti lægsta boð í breytingar
sem þarf að gera til að skipið geti þjónað siglingum á
Breiðafirði. Þessar breytingar fela m.a. í sér að koma
fyrir nýjum þilfarskrana, landfestuvindum, færa til
lyftibjörgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og
mála skipið að utan. Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist
seinni hluta októbermánaðar.
↑
Ferjan Röst hefur siglingar
á Breiðafirði í október.