Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Síða 17
Framkvæmdafréttir nr. 726
4. tbl. 31. árg.
17
↑ Stefán Grímur Sigurðsson varði verkefnið
Ólínuleg greining á steyptum stoðveggjum
með einingarðferðinni. Meginmarkmiðið í þessu
verkefni var að búa til ólínuleg reiknilíkön byggð á
einingaraðferðinni til að herma tilraunaniðurstöður
frá stoðveggjaeiningunum tveimur sem prófuð voru á
tilraunagólfi Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar
Háskóla Íslands VR-III og fjallað var um í ritgerð Franz
sem lýst er hér að framan.
Líkanið var byggt upp í opna hugbúnaðinum
OpenSees sem var þróaður í University of California,
Berkeley. Notaðar voru tvennskonar megingerðir af
líkönum, annars vegar trefjabitalíkön (e. fiber section
model) og hins vegar svokölluð bitastangalíkön
(e. beam-truss model). Trefjabitalíkön henta vel til
að herma einingar þar sem beygjuvægishegðun
er ráðandi á meðan bitastangalíkön geta hermt
bæði beygjuvægis- og skerkraftahegðun. Í báðum
líkangerðunum er notast við trefjaþversnið þar sem
hver þráður innan þversniðs getur haft mismunandi
ólínulega efniseiginleika allt eftir því hvort hann er að
herma óbendilukta steypu (e. unconfined concrete),
bendilukta steypu, eða járnbendingu. Í verkefninu voru
nokkrar mismunandi útfærslur af líkönum prófaðar
fyrir hvora líkangerð fyrir sig sem og mismunandi
efnislíkön fyrir steypu og stál. Á mynd 3 eru sýnd þrjú
ólík bitastangalíkön sem voru reynd í verkefninu. Heilt
yfir gekk ágætlega að herma tilraunaniðurstöðurnar.
Leiðbeinendur í verkefninu voru dr.
Bjarni Bessason prófessor, dr. Ching-Yi Tsai
rannsóknasérfræðingur, og dr. Dórótea Höeg
Sigurðardóttir lektor, hjá Umhverfis- og
byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Prófdómari
var Eggert V. Valmundsson, verkfræðingur hjá Verkís.
↓
Mynd 3. Þrjú mismunandi bita-stangalíkön sem prófuð
voru í meistaraverkefni Stefáns Gríms Sigurðssonar til að
herma tilraunaniðurstöður frá stoðveggjaprófunum sem
framkvæmd voru í VR-III í Háskóla Íslands.