Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.09.2023, Page 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 726
4. tbl. 31. árg.
Útboðsverkið er á Vatnsnesi vestanverðu, við Miðfjörð
í Húnaþingi vestra. Vegkaflinn liggur um lönd jarðanna
Ytri-Kárastaða, Syðri-Ánastaða 1 og 2, Ytri-Ánastaða,
Bólstaða og Skarðs.
Verkið felst í endurbyggingu Vatnsnesvegar
(711) á um 7,1 km löngum kafla, frá núverandi slitlagi
við Ytri-Bæjarlæk norðan Kárastaða og norður fyrir
Krossavallalæk norðan við Skarð.
Núverandi vegur er um 4,5 - 5,5 m breiður
malarvegur og verður hann breikkaður í 6,0 m breiða
akbraut með 0,5 m breiðum öxlum. Vegurinn verður
endurbyggður að mestu leyti í vegstæði núverandi
vegar og hliðrast aðeins lítillega, nema við bæinn Skarð
og norðan við Skarðsá þar sem hann hliðrast um allt
að 15 m. Á nokkrum stöðum verður hann hækkaður
lítillega eða lækkaður en mest verður hann lækkaður á
um 300 m kafla norðan við Skarðsá.
Vatnsnesvegur (711)
Kárastaðir – Skarð
Vegagerðin hefur samið við Þrótt ehf. á Akranesi
um framkvæmdina; Vatnsnesvegur (711)
Kárastaðir – Skarð. Verkið felst í endurbyggingu
Vatnsnesvegar (711) á um 7,1 km löngum kafla.
Við Grímsá, Syðriá og Litlá verða steypt ræsi brotin
niður og fjarlægð og í stað þeirra koma stór röraræsi.
Vegurinn verður með bundnu slitlagi.
↑
Vatnsnesvegur. Hér sést bærinn Skarð
en á hæðinni norðan megin verður
vegurinn lækkaður.
↘
Vatnsnesvegur. Hér sést í Syðri og Ytri
Ánastaði og fjarska glittir í Skarðsvita.