Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 9
Framkvæmdafréttir nr. 727
5. tbl. 31. árg.
9
„Við ókum með rafgeymana norður til móts við þá
Landhelgisgæslumenn þann 17. ágúst. Síðan voru
þeir ferjaðir með einum léttabátnum um borð í Freyju.
Þar voru þeir gerðir klárir fyrir þyrluferðina. Síðan
fór ég í land í Málmey ásamt þremur starfsmönnum
Gæslunnar til að undirbúa komu rafgeymanna, en við
þurftum að aftengja gömlu rafgeymana og færa þá út.
Svo nýttum við tímann meðan við biðum eftir þyrlunni
til að sinna viðhaldi.“
TF-EIR, sem hafði verið í öðru verkefni sem fólst
í að ferja vísindamenn að skjálftasvæðinu við
Skjálfandaflóa og Gjögurtá, kom loks og ferjaði nýju
rafgeymana úr varðskipinu út í eyju, og tók þá gömlu
til baka, þeir voru 21 talsins og vógu 440 kíló. „Það
gekk allt upp eins og í sögu enda veðrið fallegt. Við
prófuðum síðan búnaðinn og allt lítur mun betur út
núna,“ segir Guðmundur sem er afar þakklátur góðu
samstarfi við starfsmenn Landhelgisgæslunnar.
→
Þyrlan TF-EIR flytur níðþunga
rafgeymana út í Málmey.
↘
TF-EIR og varðskipið Freyja úti fyrir
Málmey á Skagafirði.
↓
Guðmundur Jón Björgvinsson með
tveimur starfsmönnum Gæslunnar.