Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 10

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 10
10 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. ↑ Hér má sjá áhrifasvæði Sundabrautar. → Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar á opnum kynningarfundi í Mosfellsbæ. Sundabraut var til kynningar á sex fundum sem Vegagerðin kom að í október. Mikill áhugi er á málefnum sem varða Sundabraut og fjöldi fólks sótti fundina. Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar, segir að þar hafi matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar verið til umfjöllunar. „Vinna við frumhönnun veglínu og helstu mannvirkja stendur yfir og ætti að ljúka í kringum áramót,“ segir hún. Undirbúningur vegna Sundabrautar hafinn Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Til skoðunar eru valkostir á legu Sundabrautar, auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi. Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031 og framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni. Í októberbyrjun héldu Vegagerðin og Reykjavíkurborg þrjá kynningarfundi þar sem matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar voru til umfjöllunar. Einnig var haldinn morgunfundur í beinu streymi hjá Vegagerðinni, auk tveggja kynningarfunda fyrir íbúa og hagaðila á Akranesi og í Mosfellsbæ. Hægt var að senda athugasemdir til Skipulagsstofnunar til 19. október. Á síðari stigum verkefnisins verður einnig hægt að senda inn athugasemdir vegna Sundabrautar og verður það kynnt rækilega þegar þar að kemur.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.