Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 22

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 23.10.2023, Page 22
22 Framkvæmdafréttir nr. 727 5. tbl. 31. árg. Steinavötn í Öræfum 2017 Þriðja verkefni brúarvinnuflokkanna sem vert er að nefna er bygging bráðabirgðabrúar í Öræfum. Í september 2017 urðu mikil flóð í öllum ám á því svæði vegna gífurlegrar úrkomu. Aftakaflóð í ánni Steinavötn gróf svo mikið undan einum stöpli brúarinnar, sem er á Hringveginum, að hann seig og yfirbyggingin skemmdist. Eftir skoðun og mælingar var brúin dæmd ónýt, umferð um hana bönnuð og ákveðið að byggja bráðabirgðabrú til að koma umferð sem fyrst á aftur. Brúarvinnuflokkarnir tveir voru kallaðir til, brúin var hönnuð og tæki flutt á staðinn. Víkurflokkurinn fór strax í að smíða fleka í timburgólf og Hvammstangaflokkurinn fór í að reka niður staura í undirstöður. Unnið var dag og nótt við niðurrekstur og uppsetningu á stálbitum og timburgólfinu. Á sama tíma var einnig unnið að því að fylla að endum brúarinnar og færa ána undir hana. Bráðabirgðabrúin var 104 metrar á lengd og í 7 höfum. Brúarsmíðin gekk vel og örugglega og henni lauk tæpum 5 dögum eftir að byrjað var að smíða flekana og 4 dögum eftir að niðurrekstur hófst. Smíðin á staðnum tók því aðeins 4 sólarhringa eða 96 klukkustundir, eins og við Múlakvísl 6 árum áður! Þessi brú var notuð í tæp 4 ár eða til haustsins 2021 þegar ný brú sem Ístak byggði var tekin í notkun. Og eins og áður við Gígjukvísl og Múlakvísl luku brúarvinnuflokkarnir við verk sín með sóma! ↓ Flóð gróf undan stöpli brúar yfir Steinavötn svo yfirbyggingin skemmdist. ↑ Brúarvinnuflokkarnir unnu dag og nótt við byggingu brúar yfir Steinavötn. ↓ Brúarsmíðinni yfir Steinavötn lauk á tæpum fimm dögum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.