Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 2
Pistill formanns Núna 30. mars eru 75 ár síðan Ísland gekk í Nató. Hernaðar- bandalagið sem hefði átt að vera löngu úrelt er enn að stækka og nú síðast fórnaði Svíþjóð tveggja alda hlutleysi til að beygja sig undir utanríkisstefnu Bandaríkjanna og taka þátt í því vígvæðingarbrjálæði sem hefur gripið um sig í Evrópu. Síðustu mánaðarmót voru svo 10 ár frá Maidan byltingunni í Úkraínu og hernámi Krímskaga af Rússlandi í kjölfarið. Deilur ríkjanna tveggja eftir þessa afdrifaríku atburði leiddu að lokum til innrásar Rússlands í Úkraínu fyrir réttum tveimur árum. Margt kom á óvart við þessa atburðarás, að Rússland skyldi ganga svona langt og að herafli Úkraínu næði að hrinda þessari fyrstu atlögu. Það sem kom ekki á óvart var að allt færi þetta illa. Friðarsinnar hafa bent á að eina raunhæfa leiðin til að ljúka þessum átökum sé með samningum, bæði fyrir og eftir innrás. En Nató- ríkin og þá sérstaklega Bandaríkin hafa engan áhuga haft á því og lofuðu langt upp í ermina á sér til að kynda undir deilunum og þvælast fyrir friðarsamningum. Leiðtogar Rússlands hafa svo fórnað tugþúsundum mannslífa og samskiptum við umheiminn til að heyja gamaldags landvinningastríð. En því miður fyrir Úkraínu þá er ljóst að Rússland hefur úr meiru að spila í þessum ógeðslega skotgrafarhernaði sem engan enda sér fyrir á. Bandaríkin hafa enda reynst ótraustir bandamenn. Við sitjum því uppi með óöruggari heim, gífurlega hervæðingu Evrópu, milljónir flóttamanna og tugþúsundir látinna og enn er eina raunhæfa lausnin sú að samið verði um frið. Bandaríkin hafa þó reynst traustari bandamenn Ísrelsríkis í herför sinni gegn Palestínumönnum síðustu mánuði. Það er ekki hægt að kalla þau ódæðisverk stríð, enda hefur Alþjóðadómstóll Sameinuðu Þjóðanna staðfest að hætta sé á þjóðarmorði. Ísraelskir stjórn- málamenn hafa ekki hikað við að kalla eftir þjóðernishreinsunum og gjörðir ísraelska hersins eru staðfesting á þeirri meiningu. Ekkert stríð síðustu áratugi hefur valdið dauða jafn margra barna jafn hratt, hvergi hefur eyðileggingin innviða og húsnæðis verið jafn alger á jafn stuttum tíma og nú er verið að svelta íbúa Gasa til bana. Leiðtogar Vesturlanda, sem hafa haft uppi stór orð um mikilvægi alþjóða- laga þegar kemur að innrás Rúss- lands í Úkraínu, líta í hina áttina þegar kemur að Ísrael. Á meðan forseti Bandaríkjanna talar í upp- gjafartón um hversu mjög hann hafi reynt að tala um fyrir ísraelskum stjórnvöldum sendir hann sprengjur á færibandi, leyfir Ísraelsmönnum að stoppa birgðaflutninga inn á Gasasvæðið og beitir neitunarvaldi

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.