Dagfari - 01.03.2024, Síða 3

Dagfari - 01.03.2024, Síða 3
gegn öllum tillögum um vopnahlé. Evrópuríkin eru flest sátt við að syngja með og í Þýskalandi og fleiri löndum hefur öll andstaða við ódæðisverk Ísraels verið stimpluð sem gyðingahatur, sem er mjög varasöm afstaða. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa líka valdið vonbrigðum. Ísland sat hjá í fyrstu atkvæðagreiðslu Allsherjarþings SÞ um vopnahlé og lítið hefur farið fyrir beinum fordæmingum á framferði Ísraels gegn ríki sem við þó viðurkennum sem fullvalda. Máttleysi viðbragð- anna er sérstaklega áberandi þegar það er borið saman við aðgerðir gegn Rússlandi. Það er hins vegar lofsvert að utanríkis-ráðuneytinu hafi loksins tekist að bjarga tugum palestínskra dvalarleyfishafa úr herkvínni eftir að sjálfboðaliðar höfðu haft frumkvæði að því að sækja fólk þangað. En eftir sitja meira en tvær milljónir Palestínumanna. Ef Vesturlönd horfa aðgerðalaus á bandalagsríki sitt komast upp með þjóðernishreinsanir mun það hafa víðtækari afleiðingar en bara fyrir Palestínumenn. Átökin munu breiðast út um botn Miðjarðarhafs, virðing fyrir alþjóðalögum mun bíða enn frekari hnekki, fordæmið verður sett fyrir önnur fasísk öfl sem stefna að því að útrýma þjóðfélagshópum og samviska okkar allra verður svartari. Guttormur Þorsteinsson. formaður SHA

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.