Dagfari - 01.03.2024, Qupperneq 22

Dagfari - 01.03.2024, Qupperneq 22
að Rússar hafi eldflaugar sem er ekki hægt að skjóta niður. Þá hefur nýja langdræga RS-28 Sarmat eldflaug Rússa, sem var fyrst skotið á loft í apríl 2022 og var tekin í notkun í september 2023, einnig þann tilgang að komast framhjá loftvarnar- kerfum Bandaríkjanna og banda- manna þeirra. Undir venjulegum kringumstæðum er langdrægum eldflaugum Rússlands og Bandaríkjanna miðað yfir norðurpólinn í stystu loftlínu. En RS-28 Sarmat eldflaugin (sem er öflugasta og langdrægasta eldflaug sem hefur verið tekin í notkun hingað til) hefur þann eiginleika að hægt væri að skjóta henni frá Rússlandi alla leið yfir suðurpólinn á leiðinni til meginlands Bandaríkjanna, og myndi þannig skauta alfarið framhjá þeirra hefðbundnu loftvarnarkerfum. Sjá greinina “Russia’s Nuclear Weapons Buildup is Aimed at Beating U.S. Missile Defenses” (The National Interest, 2018). Þetta sýnir að Rússar hafa tekið þessu alvarlega og brugðist við. Þetta er hið nýja kjarnavopnakapphlaup sem við erum að horfa upp á, í þessu en- durnýjaða kalda stríði á milli stórveldanna. Þá drógu Bandaríkin sig einnig til baka árið 2020 úr samningnum sem kenndur er við “Treaty on Open Skies”, og Rússland fylgdi í kjölfarið árið eftir. Þessi samningur fól í sér samstarf um eftirlit og upplýsinga- öflun um hernaðartengd mál. Hann átti að stuðla að auknu gagnsæi og opnari og betri samskiptum á milli stórveldanna, í því skyni að koma í veg fyrir mögulegan misskilning; neistann sem gætu kveikt í púður- tunnunni og leitt til styrjaldar, eins og sagan hefur sýnt. Nú er svo komið að samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands – og deiling upplýsinga um hernaðar- og vopnatengd mál – eru nánast engin. Það er svipuð staða og var í upphafi kalda stríðsins þegar samskipti milli ríkjanna voru hvað köldust og van- traustið algjört. Þegar þau þurftu að beita njósnum (með flugvélum og síðar gervihnöttum) til að komast að því hvað andstæðingurinn væri að gera. Þetta eykur verulega líkurnar á einhverskonar misskilningi, misbresti eða slysi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.