Dagfari - 01.03.2024, Qupperneq 23

Dagfari - 01.03.2024, Qupperneq 23
hefja kjarnorkustyrjöld. Þetta eru semsagt vopnin sem eru notuð til að tryggja fælingarmátt, hafa getuna til að granda siðmenningunni og drepa hundruðir milljónir manna skyldi þeim öllum vera varpað á sama tíma í allsherjar kjarnorkustyrjöld. Taktísk kjarnavopn eru aftur á móti með minni sprengikraft og eru hugsuð til hernaðar á vígvellinum gegn herfylkingum andstæðingsins. New START samkomulagið nær ekki til taktískra kjarnavopna, en stór- veldin hafa talsvert fleiri slík heldur en strategísk í sínum vopnabúrum. Sprengikraftur taktískra kjarnavopna er yfirleitt minni en 50 kílótonn, þau eru oft á tíðum af svipaðri stærðar- gráðu eins og sprengjurnar sem var varpað á Hiroshima og Nagasaki 1945 (sú fyrri var um 15 KT og hin seinni 20 KT). Strategísk kjarnavopn eru hins vegar vetnissprengjur sem eru yfirleitt yfir 100 KT og jafnvel hátt í 1000 KT (eitt megatonn). Stærstu sprengjurnar sem hafa nokkurn tímann verið sprengdar í tilraunaskyni voru 15 MT (Bandaríkin – Castle Bravo, 1954) og 50 MT (Sovétríkin – Tsar Bomba, 1961), en þessar sprengjur hafa þó aldrei verið teknar í notkun. Vitað er að öflugasta sprengjan sem Bandaríkjamenn eru með í notkun er B83 sem er 1,2 MT – á meðan stærstu kjarnaoddar á eldflaugum þeirra eru í kringum 500 KT. En ein eldflaug getur verið fær um að varpa hátt í 12 slíkum á sama tíma, svokallað „Multiple independently targetable reentry vehicle” eða MIRV. Minna er vitað fyrir vístum kjarnavopn Rússa, en þeir virðast vera með kjarnaodda á sínum eldflaugum sem eru hátt í 5 MT. Þekkt var þegar Sovétmenn skutu niður U-2 njósnaflugvél Bandaríkja- manna árið 1960 og handsömuðu flugmanninn Gary Powers, sem hafði mjög neikvæð stigmagnandi áhrif á framþróun kalda stríðsins. Það var í þessu stirða andrúmslofti sem að heimsveldin hófu kjarnavopna- tilraunir á ný, árið 1961 eftir þriggja ára bann. Þetta var einnig þegar Berlínarkrísan svokallaða átti sér stað, þegar Austur-Þýskaland hóf að reisa Berlínarmúrinn (árið 1961), og þegar spennan náði hápunkti í Kúbudeilunni sem gerðist stuttu síðar (árið 1962), þegar heimurinn stóð á barmi kjarnorkustyrjaldar. Rússland Hvað Rússland varðar þá drógu þeir sig nýlega til baka úr New START samkomulaginu og einnig samningum um alhliða bann við kjarnavopnatilraunum (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty eða CTBT). New START stendur fyrir „Treaty Between the United States of America and the Russian Federation on Measures for the Further Reduction and Limitation of Strategic Offensive Arms,” og fjallar um að takmarka heildarfjölda svokallaðra „strategískra” kjarnorkusprengna og þeirra vopna sem eru notuð til að skjóta þeim. Gerður er greinarmunur á strategískum kjarnavopnum annars- vegar og taktískum hinsvegar. Strategísk kjarnavopn hafa yfirleitt meiri sprengikraft og eru hugsuð til þess að nota gegn borgum og innviðum óvinarins í hefndarskyni, skyldi hann vera árásaraðilinn og

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.