Dagfari - 01.03.2024, Síða 6

Dagfari - 01.03.2024, Síða 6
Nýtt friðarmerki Friðarhreyfingin á langa sögu af kraftmiklu myndmáli. Frægast er hið heimsþekkta merki samtakanna CND sem öðlast hefur stöðu alþjóðlegs friðarmerkis, en fleiri dæmi mætti telja til. Síðustu daga og vikur hefur kraftmikið merki pólsku listakonunnar Barböru Galinska vakið mikla athygli en þar er orðunum STOP og WAR teflt saman á áhrifamikinn hátt. Galinska er arkitekt og kennari auk þess að vera myndlistarkona. Hún er fædd árið 1957 og hefur síðustu tíu árin starfað mikið að leturhönnun. Eftir að friðarmerki hennar sló í gegn á netinu hefur það breiðst ótrúlega hratt út og orðið öðrum listamönnum hvatning til að skapa sínar eigin út- færslur af slagorðum sem renna saman í eitt.

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.