Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 6
Nýtt friðarmerki Friðarhreyfingin á langa sögu af kraftmiklu myndmáli. Frægast er hið heimsþekkta merki samtakanna CND sem öðlast hefur stöðu alþjóðlegs friðarmerkis, en fleiri dæmi mætti telja til. Síðustu daga og vikur hefur kraftmikið merki pólsku listakonunnar Barböru Galinska vakið mikla athygli en þar er orðunum STOP og WAR teflt saman á áhrifamikinn hátt. Galinska er arkitekt og kennari auk þess að vera myndlistarkona. Hún er fædd árið 1957 og hefur síðustu tíu árin starfað mikið að leturhönnun. Eftir að friðarmerki hennar sló í gegn á netinu hefur það breiðst ótrúlega hratt út og orðið öðrum listamönnum hvatning til að skapa sínar eigin út- færslur af slagorðum sem renna saman í eitt.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.