Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 14

Dagfari - 01.03.2024, Blaðsíða 14
Guantanamó fangi á Íslandi Mohamedou Ould Slahi heitir hann fullu nafni, 53 ára Máritaníumaður sem sagði sögu sína á fundi í Safnahúsinu laugardaginn 9. mars og samdægurs var sýnd kvikmyndinMáritaníumaðurinn sem fjallar um sögu hans og hlutskipti í Guantanamó fangabúðunum. Í Safnahúsinu kom Mohamedou fram undir merkjum fundaraðar sem ber yfirskriftina Til róttækrar skoðunar en viðburðurinn var einnig í samvinnu við Bíó Paradís sem fékk umrædda bíómynd til sýningar og Samstöðina sem streymdi fundinum og er auk þess með viðtal við Mohamedou og dr. Deepu Govindarajan Driver sem rýnt hefur í upplýsingar, sem meðal an- nars hafa komið fram í skjölum Wikileaks, um fangabúðirnar í Guantanamó. Þar með hófst martröðin Í stuttu máli er ævi Mohamedous á þá leið að hann er níundi af tólf í syst- kinaröð. Faðirinn var úlfaldahirðir á eyðimerkursöndum Máritaníu en féll frá þegar Mohamedou var á barnsaldri og fluttist fjölskyldan þá til höfuð- borgarinnar Nouakchott. Hann þótti snemma afburðanemandi og fékk þýskan námsstyrk til að stunda nám í Duisburg í Þýskalandi í verkfræði. Hann hafði snúið aftur til heimalands síns þegar bandaríska leyniþjónustan bankaði uppá. Þar með hófst martröð sem varði í fimmtán ár – og mun reyndar á sinn hátt vara allt líf þessa manns því áralangar pyntingar hverfa hvorki úr líkama né sál þeirra sem fyrir þeim verða. Mohamedou var tekinn höndum haustið 2001. Fyrst í stað var hann sendur til Jórdaníu. Þar var hann hafður í haldi í tæpt ár áður en hann var sendur til Guantanamó fangabúðanna áKúbu. Búðirnar draga heiti sitt af samnefndum flóa sem Bandaríkjamenn hafa yfirráð yfir. Þarna má “yfirheyra” fanga utan mannréttindalögsögu Bandaríkjanna. Slík svarthol, “blackholes”, var víðar að finna utan Bandaríkjanna, en Guantanamó var og er stærsta slíkt svarthol. Að hætti sadista Við flutninginn frá Jórdaníu var Mohamedou sagt að til stæði að láta hann lausan. Annað kom á daginn því nú hófst martröðin fyrir alvöru. Bandarískir kvalarar hans tóku nú alfarið við honum. Við brottför á flugvelli- num í Jórdaníu voru fötin klippt utan af honum með skærum – augljóslega

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.