Dagfari - 01.03.2024, Side 15

Dagfari - 01.03.2024, Side 15
allt að hætti sadista - þar til hann var kviknakinn. Þá var hetta sett yfir höfuð hans, hann færður í bleyju og síðan járnaður á höndum og fótum áður en hann var leiddur upp í herflutningavél sem flaug með hann til Guantanamó – fangabúðanna sem nú var verið að opna. Mohamedou var gefið að sök að hafa safnað saman liðsveit sem hefði síðan ráðist á tvíburaturnana og fleiri byggingar í New York svo og á Pentagon hinn 11 september 2001. Hann var með öðrum orðum skilgreindur sem sá versti af öllum illum, höfuðóvinur Bandaríkjanna. Með góðu eða illu skyldi hann játa á sig þessar sakir og hljóta fyrir dauðadóm. Verkefnið var að láta hann gangast við því sem upp á hann var borið. Í Guantanamó undirgekkst Mohamedou yfirheyrslur með pyntingum, svo grimmilegum að orð fá þeim varla lýst. En einmitt þess vegna var ekkert látið heita sínum réttu nöfnum. “Enhanced interregation techniques” hét það þegar fangarnir voru kvaldir sem mest. Spurning er hvernig best væri að snúa þessu yfir á íslensku, en þróuð eða framsækin yfirheyrslutækni væri eflaust í áttina. Tæknin fólst í því að niðurlægja og meiða sem mest og ganga þar alveg að mörkum lífs og dauða. Í gögnum sem lögð hafa verið fyrir alþjóðaglæpadómstólinn í Haag liggur fyrir skjalfest að tillögur bandarísku leyniþjónustunnar CIA um pyntingar hafa fengið samþykki í efstu stjórnsýslu Bandaríkjanna, eins og til dæmis þetta:” … the following ten techniques on an “as-needed basis” and in an “escalating fashion” was approved: attention grasp, walling, facial hold, facial slap (insult slap), cramped confinement, wall standing, stress positions, sleep deprivation, insects placed in confinement box, and waterboarding.” (International Criminal Court No. ICC- 02/17, paragraph 237)

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.