Dagfari - 01.03.2024, Qupperneq 11
Tölulegar upplýsingar um kolefnis-
losun herja eru því afar ónákvæmar
og háðar miklum ágiskunum. Á
COP28-loftslagsráðstefnunni sem
fram fór í Sameinuðu arabísku
fursta-dæmunum á síðasta ári
áætluðu vísindamenn að hnattræn
hlutdeild herja í losun gróðurhúsa-
lofttegunda væri 5,8%, en það er t.d.
á pari við losun allrar heimsálfun-
nar Afríku.
(Heimild: Estimating the
Military´s Global Greenhouse Gas
Emissions, unnin af samtökunum
Scientists for
Global Responsibility og Conflict
and Environment Observatory.)
Bandaríkjaher er langstærsti
mengunarvaldur allra herja, sem
skýrist af stærð hans og umfangi.
Hann er stærsti einstaki kaupandi
olíu í heiminum, sem hann nýtir að
miklu leyti til að reka flugvéla- og
skipaflota sinn en jafnframt til
starfrækslu á 750 herstöðvum í um
80 löndum vítt og breitt um heims-
byggðina.
Ísland og útblásturinn
Af upplýsingum bandaríska
varnarmálaráðuneytisins til
þingnefndar má áætla að á árinu
2021 hafi kolefnislosun Bandaríkja-
hers verið á pari við heildarlosun
Svíþjóðar. Það er um þrír fjórðu
hlutar allrar losunar á vegum
bandarísku alríkisstjórnarinnar og
um eitt prósent af því sem heildar-
losun Bandaríkjanna var áætluð ári
fyrr. Ef tekin er með í reikning losun
einkafyrirtækja sem starfa fyrir
Bandaríkjaher og áhrif hergagna-
framleiðslu kynni talan að fara upp í
tvö prósent.
Þetta eru svimandi tölur og vert að
hafa í huga að um helmingur losunar
Bandaríkjahers er vegna bruna á
þotueldsneyti. Hin mikla eldsneytis-
sóun í herflugi skýrist af ólíkum
áherslum þar og í t.d. í farþega- eða
vöruflugi. Í borgaralegu flugi er
hvatinn til þess að reyna að draga
úr eldsneytiskostnaði mikill og því
áhersla lögð á sparneytni við
hönnun. Í hernaðarlegu flugi
er hins vegar nær öll áherslan lögð á
hröðun og hraðdrægni, hvað svo sem
það kann að kosta mikla orku. Þetta
er sérstakt umhugsunarefni fyrir
Íslendinga, þar sem þau
hernaðarumsvif sem hér eiga sér
stað snúast að mestu leyti um
orrustuflugsæfingar Nató-flugmanna
sem nefndar eru loftrýmisgæsla. Sú
losun sem henni fylgir er hins vegar
óþekktstærð og tilraunir til að fá
þær upplýsingar upp úr íslenskum
ráðamönnum hafa litlum árangri
skilað.