Úrval - 01.10.1968, Side 7

Úrval - 01.10.1968, Side 7
UM SIÐASKIPTIN 5 frá Erfurt til háskólans í Witten- berg, þar sem regla hans réði yfir kennslustóli við heimspekideildina, og hélt hann fyrirlestra um rökvísi og eðlisfræði Aristótelesar, auk þess sem hann stundaði sjálfur nám í guðfræði í Wittenberg og hóf feril sinn sem kennari í þeirri grein. Hafði hann þá notið stuðnings Jóhanns von Staupitz, yfirmanns hinna saxnesku Agústínusareinsetumunka. Slíkur var frægðarferill Lúthers í stuttu máli, og finnst hér ekkert, sem bend- ir til þess, sem koma skal. Lúther var efafull og leitandi sál. Að svo miklu leyti sem skilningur hans og nám náðu til, átti hjálpræð- ið að vera fólgið í því, að skilning- ur mannsins gæti feðmt hinar kristnu trúarsetningar eins og ka- þólskan hafði sett þær fram. En hversu mjög sem hann einbeitti sér að þessu marki, þá var það ofar mætti hans. Hann gat aldrei losað sig við syndar- og sektarvitund, sem settist að honum og eyddi þeim friði, sem hjálpræðinu ætti að fylgja eft- ir. Skyndilega árið 1513, fjórum ár- um áður en hann kemur fram í sviðsljósið, fékk hann hina bylting- arkenndu hugmynd úr Biblíunni sjálfri, í Rómver j abréfinu 1:17: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú“. Þessi er grundvöllur Lúthers. Guð er svo óendanlega mikill, að maður- inn getur ekki streitzt við að skilja hann og líkjast honum. Maðurinn verður að fallast á almætti Guðs og setja traust sitt á vilja Guðs til að bjarga honum. Þetta er kenning, sem þá var andhverf þeirri algengu ltaþólsku kenningu um verkarétt- lætingu, að maðurinn yrði að fram- kvæma sér meðvitandi viljaathafn- ir í góðgerðum og guðsþjónustu- gjörðum til þess að frelsast, vera talinn réttlátur. Að skoðun Lúthers nægði trúin ein, traustið eitt. Með öðrum orðum var einstaklingurinn sjálfur sér lögmál, eingöngu bund- inn af eigin samvizku. Til þess að losna við hinar rómversku kenni- setningar varð Lúther að losa ein- staklinginn við allar kennisetning- ar. Reyndar var Lúther ekki sá fyrsti, sem þetta sagði, hvorki í Þýzkalandi né annars staðar. Og síðar varð hann forviða að komast að raun um, hversu marga fyrirrennara hann hafði átt. í sjálfu sér var hér ekk- ert nýtt á ferð. Hér var aðeins um eina mynd kristinnar hugsunar að ræða, eins og kemur fram hjá Ágúst- ínusi kirkjuföður, sem leggur á- herzlu á almætti Guðs og lítilmót- leik mannsins. Og þá er skemmst að minnast, að Lúther var Ágúst- ínusareinsetumunkur. En þá má spyrja, hvernig á því skuli standa, að þessi leitandi munkur í klefa sín- um, að lausn vandamála lífsins, skuli á árunum 1517—20 verða sá maðurinn ,sem hæst gnæfir í Þýzka- landi. Ástæðan er sú, að heiðarleiki Lúthers og áköf löngun að tjá öðr- um þau sannindi, sem hann hafði fundið, komu honum til að opinbera boðskap sinn á þeirri stundu, sem þjóðfélagsástæður í Þýzkalandi gerðu að verkum, að þessi hinn nýi boðskapur setti allt í bál og brand. Lúther, sem í klefa sínum hafði barizt við sál sína til að taka himnaríki með áhlaupi með vana-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.