Úrval - 01.10.1968, Síða 29

Úrval - 01.10.1968, Síða 29
FEGURÐ í TONNATALI 27 fyrir 3 árum með aðeins 3000 doll- ara fjármagni og aðeins eina vöru- tegund, sem bar heitið „Oil of the Turtle moisturizer lotion" (raka- aukandi skjaldbökuolíusmyrsl). Nú hefur hún fært út kvíarnar og sel- ur 8 tegundir í 100 fyrsta flokks verzlunum fyrir hálfa þriðju millj- ón dollara á ári. Það er geysileg samkeppni í snyrtivöruiðnaðinum, því að þar er allt sífelldum breytingum undir- orpið, eftir því hvernig tízkan breytist sífellt. Og snyrtivöruiðnað- urinn getur ekki skipað fyrir um það, hvernig þróunin skuli verða og hverjar breytingar skuli koma næst. Samkvæmt athugun einni, sem gerð var, voru taldar 1200 nýj- ar vörutegundir á 5 ára tímabili í snyrtivöruiðnaðinum, og þar af lognuðust 1000 út af. Hið eina, sem snyrtivöruframleiðendurnir geta gert í þessu efni, er að koma fram með nýjungar upp á von og óvon og sjá þær þjóta eftir síðum tízku- blaðanna „Vogue“ og „Harper's Bazaar“. Bókstaflega hvaða nýjung sem er gæti hitt í mark, svo að það eru varla nokkur takmörk fyrir því, hvað reynt er að koma fram með, t. d. dapurleg, svört trúðatár á bókstaflega snjóhvítu andliti, fjaðrir í augabrúnum, leppa með kinnalit eða augnskugga til álím- ingar. Og breytingarnar eru oft smáar í sniðum, hvað eiginleika varanna snertir, t. d. varalitur, sem er ör- lítið gagnsærri en fyrri litir, krem, sem ætlað er til nýrrar notkunar eða til þess að reyna að breyta smekk almennings og koma af stað nýrri tízkudellu. Og auðvitað er um að ræða hráefni með einhvern „töframátt", svo sem drottningar- hunang 6. áratugs aldarinnar, hina dýrðlegu fæðu býflugnadrottning- arinnar, en gefið var í skyn, að efni þetta gerði konur hraustari, lang- lífari og fegurri. Svo kom fram krem með hráefni í, sem „unnið var úr hinu dýrmæta frjói brönu- grassins (orkideunnar), og púður, sem „inniheldur raunverulega muldar perlur". Allar hafa þessar vörutegundir tvennt sameiginlegt, líkt og skjaldbökuolían, hákarla- olían og minkaolían. Allt eru þetta efni, sem fást við vinnslu í öðrum iðngreinum, og engin þeirra hefur nein töfraáhrif, svo að greint verði.* Og svo er það eitt atriði enn: hátt verð. Það er staðreynd, að verð hverrar snyrtivöru ákvarðast mjög lítið af raunverulegum framleiðslu- kostnaði hennar. Hráefnin í vara- lit, sem kostar 1 dollara og 70 cent, kosta frá 3—6 cent. Sama er að segja um varalit, sem kostar 3 doll- ara og S0 cent. Hráefnin eru hin sömu, að undanskildu ilmefninu og hinni sérstöku litablöndu hverju sinni. Kænir snyrtivöruframleið- endur reyna alls ekki að lækka verðið, heldur reyna þeir mikið til þess að eiga tilkall til að geta kall- ast framleiðendur dýrustu snyrti- varanna. Ein fyrsta vörutegund * Til eru hormónakrem og steroid- efnablöndur, sem hafa áhrif á frumur mannslíkamans. En efni þessi eru flokkuð sem lyf og eru háð leyfis- og merkingarákvæðum Matvæla- og lyfjaeftirlit.sins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.