Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 37

Úrval - 01.10.1968, Blaðsíða 37
GERTRUDE RAMEY 35 verið illa með. Sem dæmi mætti taka baráttu hennar fyrir rétti Florrie. Florrie var 15 ára gömul, þegar yfirvöldin fréttu af því, að henni væri haldið sem fanga á býli fjölskyldunnar uppi í fjallahéruð- unum. Móðir telpunnar hafði alltaf lokað hana inni og aldrei leyft henni að ganga í skóla. Florrie leit fremur út sem villidýr en unglings- stúlka, þegar yfirvöldin sóttu hana og færðu Gertrude. Það var komið fram að páskum, og Gertrude flýtti sér út og keypti fyrstu snotru fötin, sem Florrie hafði eignazt. Það var fallegur vorfatnaður. Mom Ramey brást reið við, þegar opinberir embættismenn stungu upp á því að setja Florrie á stofnun fyrir vangefna. „Mér fannst satt að segja, að Florrie hafi nú þegar verið nægi- lega mikið vanhaldin, án þess að hún eigi nokkra sök á því sjálf!“ sagði Gertrude ákveðin. Hún gat talið embættismennina á að leyfa þessari ólæsu stúlku að ganga í venjulegan barna- og gagnfræða- skóla. Florrie reyndist óvenjulega gáfuð og lauk öllum 12 bekkjunum á 4 árum og útskrifaðist með ágæt- iseinkunn úr gagnfræðaskólanum! Ári seinna giftist Florrie, og kom Gertrude þá fram í hlutverki móð- ur brúðarinnar. Nú býr Florrie í hamingjusömu hjónabandi með kaupsýslumanni, sem á mikilli vel- gengni að fagna. Öðru sinni háði Gertrude styrj- öld við Innflytjendaþjónustuna, sem var að reyna að fá úrskurð um, að vísa skyldi einu barna hennar úr landi. Þar var um að ræða 12 ára mexíkanska stúlku, sem hafði aug- sýnilega verið komið með inn í Bandaríkin á ólöglegan hátt og síð- an yfirgefin þar. Að síðustu skaut Gertrude máli sínu til Hvíta húss- ins, og hún vann ekki aðeins stríð sitt, heldur fékk hún sérstakt heim- boð frá Eisenhower forseta og for- setafrúnni, sem buðu henni í heim- sókn til Hvíta hússins. Hún valdi 5 börn til fararinnar. Þau bjuggu til sælgæti og seldu það með hjálp hennar til þess að standa straum af ferðakostnaðinum. Og svo hélt hún til Washington með börnin. Á stjórnarárum Kennedys forseta var Gertrude auðsýndur sami heiður- inn, og Johnson forseti gerði einnig slíkt hið sama, þegar hann frétti, að hún veitti mannréttindabarátt- unni stuðning með því að ganga börnum af fjórum ólíkum kynþátt- um í móður stað. Þar var um að ræða 4 börn, eitt hvítt, eitt kín- verskt, eitt svart og eitt af Indíána- ættum. GREITT AÐ FULLU Barnaverndaryfirvöld fylkisins vildu gjarnan, að barnaheimili Ger- trude hefði fullkomnari útbúnað og menntað starfslið til þess að sinna börnunum persónulega. (Nú er að- eins um að ræða einn starfsmann sem vinnur heilsdagsvinnu á barna- heimilinu án þess að taka nokkur laun). En flest fólk þar um slóðir er sammála McCullough ritstjóra, sem hefur þetta að segja um starf- semina: „Það, sem gerir Ramey- barnaheimilið að slíkum fyrirmynd- arstað, er sá algeri skortur, sem ríkir þar á viðhorfi því, sem ein- kennir opinberar stofnanir. Við álít-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.