Úrval - 01.10.1968, Page 41

Úrval - 01.10.1968, Page 41
EDISON — Leo Tolstoy greifi og Thomas A. Edison voru báðir frægir menn um sína daga, hvor á sinn hátt, enda af ólíkum uppruna svo að kalla mátti að hvor væri af sínum heimi. Samt áttu þeir þau samskipti, sem nú skal greina: í maí 1907 átti blaðamaður frá New York Times viðtal við Tol- stoy. Hann hét Stephan Bondal. En áður en þeir skildu talið lofaði Bondal að senda Tolstoy tæki nokk- urt, sem Edison hafði fundið upp þá fyrir skömmu, tæki sem varð- veitt gat tal og tóna, og skilað þeim. Edison var þá að hefja framleiðslu á þessu tæki. Þegar Bondal var kominn heim til New York, kvaddi hann góð- kunningja sinn, Arthur Brisbane, sér til hjálpar. Hann var þá rit- stjóri við New York Evening Jour- nal. Þegar hann varð þess vís, að Tolstoy átti að fá tækið, krafðist hann þess að honum yrði sent það að gjöf. Svo var honum sendur hljóðrit- inn, og barst hann honum í hendur 4. janúar 1908. Tolstoy notaði hann fyrst til þess að lesa inn á hann bréf og stuttar greinar í bók sína Tilgangur lesturs, en einnig til þess að lesa inn á hann eitt af hinum frægu ádeiluritum sínum. Tolstoy bað einn af sínum nánustu vinum, Vladimir Tchertkoff, að skrifa þeim Edison og Brisbane þakkarbréf. En vegna misskilnings skrifaði Tchert- koff bréfið á eigin ábyrgð og setti nafn sitt undir. Tolstoy skrifaði Brisbane þá sjálfur 27. janúar 1908: TOLSTOY 39 Kæri herra, Vinur minn, herra V. Tchertkoff, hefur samkvæmt beiðni minni skrifað yður og herra Edison, en samt finnst mér ég þurfa að skrifa yður sjálfur og þakka yður fyrir góðvild yðar og tjá herra Edison þakkir mínar fyrir gjöfina. Hljóð- ritinn er kominn til skila og í hvert sinn sem ég nota hann minnist ég yðar og herra Edisons. Yðar einlægur, Leo Tolstoy. Einhvern veginn vildi svo til, að Edison fékk ekki að vita hvað í bréfinu stóð, og var sent bréf frá skrifstofunni með fyrirspurn um það hvort sendingin hefði komizt til skila. Tolstoy bað dóttur sína að svara þegar í stað og var bréfið dagsett 1. marz 1908. Kæri herra Edison, Tchertkoff vinur minn hefur nú þegar samkvæmt beiðni minni skrifað yður til að þakka yður fyr- ir hljóðritann, sem þér senduð mér vinsamlega að gjöf. En vegna mis- gánings var bréfið sett í póst án þess að ég læsi það og skrifaði undir, eins og ég hafði ætlað mér að gera. En ég vil ekki að þér haldið að ég kunni ekki að meta gjöf yðar né vilji ekki þakka fyrir hana. Og sendi ég yður nú þessar línur til þess að endurtaka þakk- læti mitt fyrir þessa vinsamlegu hugulsemi. Nú nota ég alltaf hljóð- ritann yðar þegar ég þarf að svara bréfi, og því betur sem ég venst honum, því meira gagn hef ég af honum. Eg vona að yður sé nú batnaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.