Úrval - 01.10.1968, Síða 43

Úrval - 01.10.1968, Síða 43
EDISON — TOLSTOY 41 er nú orðinn útbreiddur í öllum menningarlöndum, og í Bandaríkj- unum einum eru milljón eintök í notkun. Frægð yðar hefur borizt um öll lönd, og ég þykist viss um að orðum yðar muni verða veitt at- hygli af ótölulegum fjölda fólks, og þau mundu hafa varanleg áhrif, auk þess sem tæki þetta mundi geta varðveitt rödd yðar um ókomnar aldir. Þess mundi verða vandlega gætt að láta þetta valda yður sem minnstum óþægindum og fyrirhöfn, og að líkindum mundi ekki þurfa að eyða til þess lengri tíma en klukkustund. Ef þér vilduð gera þessa bón mína mundi ég geta sent yður einn eða tvo aðstoðarmenn hvenær sem þér kynnuð að óska þess. Leyfið mér að votta yður dýpstu virðingu, yður sjálfum og verkum yðar, og efist ekki um að þetta er talað af heilum hug. Yðar einlægur, Thomas A. Edison. 19. desember 1908 skrifar Tolstoy þessi orð í dagbók sína: „Sg þarf að taka eitthvað saman til að lesa í hljóðritann, eitthvað sem þýðingu hefur, eitthvað sem kemur frá hjartanu.“ 23. desember skrifar læknir hans í dagbók sína: „Tveir Bandaríkja- menn komu með góðan hljóðrita frá Edison til þess að taka upp rödd Lev Nikolayevich.“ Tveimur dögum seinna hefur hann skrifað þetta: „I dag talaði Lev Nikolayevich inn á hljóðritann. Bandaríkjamennirn- ir tveir, sem Edison sendi, voru ánægðir með upptökuna." Pyotr Okhrimenko hefur maður heitið. Hann kemur við annan þátt sögu af viðskiptum Tolstoys og Edisons. Tchertkoff ritaði Edison eftirfarandi orð í marz 1909: „Leo Tolstoy fékk í dag mjög átakan- legt bréf frá ungum, rússneskum flóttamanni í New York, sem er staddur í sárustu neyð, og hann bið- ur Tolstoy að segja yður frá hon- um. Hann er lásasmiður að atvinnu. Hann segir að þér séuð mjög hjálpsamur við rússneska verka- menn, og hann þykist þess fullviss að þér munuð greiða götu hans ef Tolstoy biður yður fyrir hann. Hann segist ekki eiga sér nema eina ósk, að mega leggja fram lið sitt í heið- arlegu starfi til bjargar mannkyn- inu. Tolstoy vonar að þér látið yð- ur ekki mislíka að hann skyldi verða við bón þessa unga manns, og nú vonar hann að þér verðið vel við og hann treystir einnig þag- mælsku yðar. Þessi Rússi heitir Pyotr Okhrimenko. Heimilisfang hans er: c/o Mr. Borisoff, E. 23 Street 219, New York. Tolstoy var feginn að frétta að það sem hann talaði í hljóðritann skyldi takast svona vel. Ég var við- staddur og aðstoðaði við þetta, og mér er ljúft að votta, að hann vand- aði sig; lagði í þetta það sem hann átti til, og það þó að hann væri þá veikur. Hann sendir yður hjartan- lega kveðju og óskar yður alls hins bezta, og biður yður að afsaka að hann skuli ekki skrifa þetta sjálf- ur, en hann er ekki heill heilsu sem stendur og auk þess veldur það honum miklum örðugleikum að skrifa bréf á ensku.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.