Úrval - 01.10.1968, Page 54

Úrval - 01.10.1968, Page 54
52 URVAL veggj um, en hér og þar sáust turn- ar halla og bænahúsa. Þetta var Kabul, höfuðborg landsins. Á flugvellinum beið eftir mér bíll, sem ég fór strax inn í. í fram- sætinu sat leiðsögumaður minn, glaðlegur náungi, sem hét Ibra- him. Við hlið mér sat gestgjafinn, prófessorinn, hár og bjartur yfir- litum og bláeygður. Hann hafði bæði verið í Englandi og Ameríku í nokkur ár. Vegurinn, sem við ókum eftir líktist einna helzt sviðsmynd úr „Þúsund og einni nótt“. Nokkrir Af- ganar í víðum buxum ráku þarna á undan sér úlfalda, klyfjaða hveiti- sekkjum, og hópur af ösnum, sem báru steinhellur, líklega úr nær- liggjandi steinnámu, komu þar á eftir. En á eftir þeim var flokkur hrópandi fjárhirða með hjörð af kindum og geitum, og köstuðu steinum af mikilli leikni að jarmandi dýrunum til að beina þeim rétta leið. Þegar nær dró borginni fóru að koma í ljós bílar, bæði bandarískir og rússneskir. Landamæri Afghanistans og Rúss- lands liggja saman á löngum köfl- um. Við mættum hirðingjafjölskyldu með klunnalega úlfalda, er reigðu hálsinn eins og þóttafullar konur. Prófessorinn leit til mín og sagði: „Veistu, hvers vegna afgönsku úlf- aldarnir eru svona stoltir? Við Af- ganar þekkjum aðeins 99 fagrar nafngiftir á guði, sem standa í Kór- aninum. Úlfaldarnir vita hundrað- asta nafnið“. Ibrahim hló og sagði: „Guð skap- aði úlfaldana stolta, svo að þeir væru sér ekki meðvitandi um, hve hlægilegir þeir eru“. Skyndilega skutust tvær konur með blæjur fyrir andlitinu út úr húsasundi og hlupu beint fyrir bíl- inn. Bílstjórinn hemlaði í skynd- ingu og minnstu munaði, að við ækjum á þær. „Mjög fáar konur nota enn blæjur. Þær eru ekki æskilegar í umferðinni í Kabul“, sagði Ibrahim. „Þegar konurnar hættu að bera blæjurnar, beið skáldskapur okkar mikinn hnekki. Persneskum og af- gönskum skáldum var það óþrjót- andi yrkisefni, hve mikið þeir þráðu þá stund, er þeir fengju að líta augum stúlkurnar, sem þeir elskuðu“. Við komum að gatnamótum, þar sem við vorum stöðvaðir af lög- reglumanni, sem stjórnaði umferð- inni. „Fyrsti umferðarlögreglu- þjónn'nn, sem stjórnaði hér umferð- inni, var furðulegur fugl“, sagði Ibrahim. Hann var ættaður ofan úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.