Úrval - 01.10.1968, Qupperneq 61

Úrval - 01.10.1968, Qupperneq 61
BYRON LÁVARÐUR OG GUICCIOLI GREIFYNJA 59 „Byron lávarður,“ var hvíslað í eyra henni. Og áður en hún vissi af, var ein- hver farinn að kynna- hana fyrir honum: „ . . . Guiccioli greyfynja.“ „Nei,“ hljómaði svar lávarðarins, „ég get ekki þekkt hana. ... Til þess er hún alltof falleg!“ En þegar þau skildu síðar um kvöldið, hripaði Byron lávarður nokkur orð á miða og stakk honum í lófa hennar. Og upp frá því kvöldi hittust þau á hverjum degi þessar tvær stuttu vikur, sem hún dvaldi í Feneyjum. I augum Teresu Guissioli, hinnar 17 ára gömlu greifynju, var sem sjálf forsjónin hefði skipulagt þenn- an fyrsta fund þeirra í veizlunni. Og það var sem henni hefði skyndi- lega verið sveiflað upp fyrir skýin. Hún hafði eytt mestum hluta ævi sinnar, allt til 15 ára aldurs, í klaustri, þar sem klaustursysturnar höfðu vakað yfir hverju fótmáli hennar. Og 16 ára að aldri hafði hún verið gift hinum auðuga Guiccioli greifa, sem var rúmlega sextugur eða með öðrum orðum jafnvel eldri en hennar eigin faðir. Henni höfðu því veitzt fá tækifæri til þess að kynnast þeim unaðslegu hjarta- kvölum, sem ganga undir nafninu ÁST. Og núna, sautján ára að aldri, gaf hún upp alla vörn og gafst hin- um ómótstæðilega Byron lávarði skilyrðislaust. í augum Byrons lávarðar, sem var orðinn þreyttur og leiður á taumlausu nautnalífi, var þetta eins konar hvíld, velkomin hvíld. Feg- urð hinnar kornungu Teresu töfr- aði hann algerlega. Seinna skrifaði hann vini sínum á þessa leið: „Hún er mjög falleg, mjög ljóshærð og ljós yfirlitum, en slíkt er mjög óvenjulegt á ítalíu. Samt er þetta ekki hið enska, ljósa yfirbragð, held- ur líkara sænsku eða norsku. Vaxt- arlag hennar er líka óvenjulega gott, einkum brjóstið." Hinn gullni, Ijósi og ungi ferskleiki Teresu töfr- aði hann eftir það villta nautnalíf, sem hann hafði lifað, frá því að hann kom frá Ítalíu. Hann hafði lifað taumlausu óreglulífi síðustu þrjú árin, allt frá því að hann kom til Ítalíu og hóf þar útlegð þá, sem hann hafði sjálfur dæmt sig til. Ástarævintýri hans með Mariönnu Segati, konu vefnaðarvörukaupj manns, og Margaritu Cogni bakara- frú höfðu verið aðalumræðuefnið í dagstofum Feneyjar, þótt alls kon- ar ástalíf, bæði utan hjónabands sem innan, skorti sízt þar í borg. Og enginn vissi tölu á öllum þeim skyndiástarævintýrum, sem hann hafði stofnað til landshornanna á milli á Ítalíu. Hið ómótstæðilega aðdráttarafl Byrons gagnvart konum var þegar vel þekkt, jafnvel langt út fyrir landsteina heimalands hans, Eng- lands. En heima í Englandi hafði hann skilið eftir heilar hrannir af brostnum hjörtum hvar sem hann fór, allt frá fyrstu æskuárum. Þar mætti einna helzt nefna bernskuást hans til Mary litlu Chaworth, sem hafði svo rík áhrif á skrif hans síð- ar á ævinni. Og 24 ára að aldri hafði hann svo hitt og töfrað hina óstýrilátu og fíngerðu, en jafnframt einþykku lafði Caroline Lamb, sem trúði dag-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.