Úrval - 01.10.1968, Page 62

Úrval - 01.10.1968, Page 62
60 ÚRVAL bók sinni fyrir því, að hinn glæsi- legi, ungi lávarður væri „brjálaður, vondur og hættulegur í viðkynn- ingu.“ Og síðan hófst hún handa við að sanna þessar staðhæfingar sínar sér sjálfri til glötunar. Byron elti lafði Caroline á röndum og reyndi allt til þess að vinna ástir hennar, en slík var venja hans, er hann felldi hug til konu. En samt ein- kenndist mat hans á henni af kaldri skynsemi, og á því varð engin breyt- ing, enda gerði þessi afstaða hans honum fært að skrifa um hana mörgum árum síðar eftir bitur von- brigði sín: „Lafðin hefur varla nokkurt persónulegt aðdráttarafl. Vöxtur hennar er að vísu fíngerð- ur, en samt er hún of mögur til þess, að hann megi teljast góður. Hana skortir þá mýkt, sem ekki næst með hjálp glæsileika né fín- legrar framkomu. En hún var ung og staða hennar há í þjóðfélaginu. Þar að auki hafði hún til að bera mjög lifandi gáfur og ímyndunar- afl, sem efldist af lestri skáldsagna. Hún var gift, en þar hafði aðeins verið um hjónaband frá hagsýni- sjónarmiði að ræða. Engin hjón hefðu getað látið sér hvort annað jafn litlu skipta né verið eins óháð hvoru öðru heldur en hún og eigin- maður hennar, og voru þau þar í samræmi við tíðarandann. Það var einmitt um það leyti, að fundum okkar bar saman af tilviljun. Hún hafði aldrei verið ástfangin, a. m. k. ekki hvað tilfinningarnar snerti, og kannske hefur hún ekki átt neitt hjarta, líkt og segja má um margar af hennar kyni. En höfuð hennar bætti upp þann skort og vel það. É'g reyndi af fremsta megni að verða ástfanginn, auðsýndi eins mikinn ástarhita og mér var frek- ast unnt, og nærði stöðugt þennan loga með ástarljóðum....“ Ástarævintýrið hafði svo endað með reiðiofsa, þegar Byron leitaði sér huggunar í örmum annarra kvenna, er hann varð leiður á henni. Næstu tvö árin átti hann í að minnsta kosti tveimur meiri háttar ástarævintýrum, því fyrra með lafði Oxford, sem var fögur kona um fer- tugt. Um hana skrifaði hann þessi orð: „Haust fegurðar slíkrar sem hennar tekur fram vori fegurðar annarra kvenna.“ Síðara ástarævin- týrið átti hann með lafði Francis Webster, tvítugri stúlku. Hún var föl og veikluleg. Hún hafði verið gift í tvö ár og áleit ástasamband utan hjónabands syndsamlegt í hæsta máta af trúarlegum ástæð- um, en þrátt fyrir þetta fékk hún ekki staðizt töfra Byrons lávarðar. Árið 1814 opinberaði hann svo trúlofun sína með Annabellu Mil- bank, frænku Caroline Lamb. Hann hafði einmitt hitt Annabellu í fyrsta sinni, meðan ástasamband þeirra lafði Caroline hafði verið heitast fyrir þrem árum. Þá skrifaði hann þessi orð um Annabellu: „Hún er vissulega alveg sérstök stúlka. Hver gæti ímyndað sér að svo sterkar og fjölbreyttar gáfur byggju að baki þessum rósemdarsvip? Ég finn ekki til löngunar til þess að kynnast ung- frú Milbank betur. Hún er of góð til þess að kynnast föllnum manni, og mér mundi geðjast betur að henni, ef hún væri ekki alveg svona fullkomin,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.