Úrval - 01.10.1968, Side 79

Úrval - 01.10.1968, Side 79
LEITIN MIKLA 77 húsmóðir í Atlanta í Georgíu, 330 mílur frá Memphis, að FBI leitaði að hvítum Mustang bíl. „Eg sá mann leggja sams konar bíl fyrir utan íbúðina mína morguninn eftir, að dr. King var myrtur,“ sagði hún við lögregluna, ,,og bíllinn er þar enn.“ Lögreglumennirnir rannsökuðu bílinn hátt og lágt. Á sætisáklæð- inu fundust grænleitir þræðir, svip- aðir þeim, er voru á rúmábreiðunni, sem fannst með rifflinum í Mem- phis. Þarna var komið samband á milli bílsins og riffilsins. Bíllinn leiddi ýmislegt fleira í ljós. Það upplýstist, að eigandinn hafði verð á honum í Mexikó síð- astliðið haust og einnig, að nýlega var gert við bílinn í Los Angeles. Og loks fannst nafnið á eigandan- um á skrá bifreiðaeftirlitsins, en það var: Eric Starvo Galt, 2608 Highland Avenue, Birmingham, Alabama. I töskunni, er fannst ásamt riffl- inum í Memphis, voru nærföt með merki frá einhverju þvottahúsi. En að komast að raun um frá hvaða þvottahúsi merkin voru, en þau skipta þúsundum í Bandaríkjunum, virtist óhugsandi. Lögreglumennirn- ir voru samt staðráðnir í að gefast ekki upp og fundu eftir mikla leit, að merkin voru prentuð á nærföt- in í vél, sem framleidd var í Syra- cuse. Seljendur vélarinnar fullyrtu, að hún væri líklega í einhverju þvottahúsi í Los Angeles. Nú þótti líklegt, að morðingjann væri að finna í vesturhluta Banda- ríkjanna. Þess vegna voru 300 leyni- lögreglumenn settir til að rannsaka Los Angeles og svæðið þar í kring. „Við komumst að raun um, að Eric S. Galt var í dansskóla í Birm- ingham,“ sagði einn leynilögreglu- maðurinn við stjórnanda leitarinn- ar í Los Angeles. „Rannsakið þá vel alla dansskóla borgarinnar,“ sagði yfirmaðurinn. Brátt kom í ljós, að Eric S. Galt hafði stundað dansnám í einum skólanna frá desember og fram í febrúar. Enginn mundi greinilega eftir honum, nema helzt það, að hann var mjög feiminn og einmana. Einum danskennaranna hafði hann sagt, að sig langaði til að ganga í veitingaþ j ónaskóla. Lögreglan tók þegar að spyrjast fyrir um Eric Starvo Galt í ýmsum veitingaþjónaskólum og áður en leið á löngu upplýstist, að hann hafði stundað nám í einum þeirra og útskrifazt þaðan. Þegar lögreglu- mennirnir voru að ræða við skóla- stjórann sáu þeir mynd af nemend- unum, sem höfðu nýlega útskrif- azt. Spurðu þeir hann, hvort Galt væri á myndinni. Hann kvað svo vera og benti þeim á hann. Mynd- in var send í skyndingu til aðal- stöðva FBI í Washington. Hún líktist mjög lýsingum af manninum, sem sézt hafði koma út úr snyrtiherberginu á veitingahús- inu í Memphis, og einnig kaupanda riffilsins í Birmingham. Þúsundir mynda voru nú settar upp á hótel- um, veitingahúsum og vínbörum í Kaliforníu og fljótlega kom í ljós, að Willard-Lowmyer-Galt hafði bú- ið í einu hverfi Los Angeles, frá miðjum nóvember 1967 til 17. marz
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.