Úrval - 01.10.1968, Side 84

Úrval - 01.10.1968, Side 84
82 Japans, heldur er hún eitt af dýr- mætum heimsmenningarinnar!" sögðu menn. Kyoto var hlíft, og nú ber þessi tólf hundruð ára gamla borg með sér eitthvað af tign öld- ungsins og eitthvað af gliti gamals silfurs. Tókyo er Japönum hin ið- andi athafnaborg nútímans. Kyoto hin ilmandi fortíð; Tókyo er heil- inn, Kyoto sál landsins. „SKÝJUM EFRI“ Frægðaröld Kyoto hófst árið 794 e. Kr. Það var þá sem fimmtugasti Japanskeisarinn, Kammu, afréð að velja stjórn sinni fast aðsetur að nýju. (Fram til 710, þegar Nara varð höfuðborg, var ekki um fastan samastað stjórnar og keisara að ræða, heldur sátu þeir á ýmsum stöðum, eftir því sem þeim sýndist hverju sinni). Kammu kaus sér að borgarstæði sléttlendi nokkurt milli ávalra hæða, eitthvað fimmhundruð kílómetra suðvestur af þeirri Tókyo sem nú er, og tók síðan að byggja. Á næstu ellefu hundruð árum ríktu sjötíu og fjórir keisarar, allir af sömu ætt, og prýddu þeir borgina hver öðrum betur ásamt hinum æðsta aðli ríkisins, með hverju dá- semdarverkinu öðru fegurra. I borginni eru ein 1400 Búddamust- eri, ennfremur meir en 400 Shinto — helgiskrín. Þar eru einnig fjöl- margar skrauthallir, veglegir einka- bústaðir oð garðar. Núna er Kyoto þriðja stærsta borg Japans með 1.130.000 íbúa. En á blómaskeiði sínu fyrir einum þúsund árum taldi hún um tvær milljónir íbúa og mun þá hafa verið fólksflesta borg á jörðu. ÚRVAL Á gullöld Kyotoborgar tóku keis- ari og háaðall smám saman upp sér- staka iðkun hóglífis og samkvæm- issiða. Aðalsmennirnir voru af al- menningi kallaðir „hinir skýjum efri“, en þessir menn sátu stundum yfir því tímunum saman að velja réttan kassa til að láta smágjöf í, eða í það að finna þann lit, sem bezt færi á pappírsblaði eða blek- tegund. Einn var í hávegum hafð- ur fyrir það að hann hafði fundið upp „hundrað slcrefa-reykelsið“, en ilmurinn af því hafði getað fundizt í þeirri fjarlægð. Það var jafnvel svo komið að hershöfðingjar og stjórnmálamenn nutu ekki lengur hinnar mestu virðingar, heldur þeir aðalsmenn sem bezt kunnu að leika á hljóðfæri, fóru með skáld- skap af mestri list eða þeir sem penslinum stýrðu. Meðal hirðfólks- ins fóru mánaskinssamkvæmi að tíðkast, þar sem tignir gestir sátu yfir ilmandi vínum smádreypandi allt fram til morguns, önduðu að sér bezta reykelsisilmi og brugðu fyrir sig skáldskap og annarri orð- fimi. Líf þeirra streymdi fram í sælli leiðslu og ein sú skemmtun sem þeir fundu sér upp til að auka á tilbreytni hinna náttlegu garð- samkvæma, var að safna saman ljósormum og sleppa þeim síðan þúsundum saman út í rökkurloftið, og helzt þessi siður enn í Kyoto. Þessi arfleifð hefur gefið Kyoto einhvern tígulegan þokka, sem enn er ekki með öllu horfinn í hinu at- hafnasama og umbrotasama Japan nútímans. Handbragðið frá Kyoto, svipurinn á því sem kom þaðan, og jafnan var dáður og tekinn til fyr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.