Úrval - 01.10.1968, Page 87

Úrval - 01.10.1968, Page 87
KYOTO 85 meSal þessara undraverðu garSa sá sem er við hina keisaralegu Kat- sura-höll. Hún er byggð eitthvað um það leyti, sem Evrópumenn voru að byrja á þrjátíu ára stríði sínu. Víðátta garðsins eru um einn hekt- ari en honum er svo meistaralega fyrir komið, að hann virðist tífalt stærri. Þar hefur með sjónblekk- ingum tekizt að haga svo til, að gesturinn þykist sjá þar víðáttu- mikið vatn, fjöll og dali á þessu litla svæði. Til þess að allt gæti sýnzt sem eðlilegast, var ■ garðlistarmaðurinn Kobori Ensju mörg ár að leggja niður fyrir sér hvernig garðurinn ætti að vera. Hvar sem maður stend- ur í garðinum, finnst honum að einmitt þar sé bezti staðurinn til að sjá yfir og skoða garðinn. Jafnvel fyrir fæturna er það sífelld tilbrevt- ing að vera á gangi í garðinum; nú er fóturinn á grasi, þá á sandi, nú á hnullungum, þá á flötum hellum. Ensju var svo eftirsóttur garðlistar- maður, að hann gat fengið eins og hann vildi af peningum og ekki þurfti hann að flýta sér heldur. Hann bannaði meira að segja eig- endunum að stíga fæti sínum í garð- inn fyrr en verkið var að fullu unnið. LEIÐSLA, HUGARÁHRIF Enda þótt í Japan séu það nú hvarvetna, útreikningar og vélar, sem ráða ferðini, þá halda menn í Kyoto enn fast við hina gömlu hand- iðnir. Það má ganga svo kílómetr- um skiptir meðfram verkstæðum, sem standa hlið við hlið, og hand- verksmönnunum þykir vænt um það, ef einhver kemur til að líta á hvernig þeir vinna verk sitt. Ég leit inn hjá manni, sem alla sína ævi hafði ekki annað gert en að búa til efni í Kimono-slóða. I einu verk- stæðinu hafa nú átta ættliðir verið að búa til Rósasveiga Búddatrúar- innar, og eru þeir með 108 perlum hver, en það á að tákna hin 108 sambönd mannsins, sem Búdda nefndi svo. Á einum stað eru búnar til hillur, og eru engar tvær eins. Til er verkstæði þar sem ekki er annað búið til en greiður úr tré. Einn morguninn horfði ég á hið fræga „tsusure" í Kyoto, en það er fingravefnaður, ofið með berum fingrunum. Vefararnir höfðu gert skorur í neglur sér, svo að þær urðu sem sagtennur, og í hverja skoru var lagður þráður, en hend- urnar gengu hraðar en auga á festi. Svo vandasamt handverk sem unnið er með mjög dýru efni getur gefið geysimikið í aðra hönd. Hinir svo- nefndu Obi-ar (Kimono-slóðar, sem oftast eru um sjötíu sentimetrar á breidd og um fjórir metrar á lengd) munu hafa kostað allt að milljón krónum, eða sem því svarar, hver. Ef það ætti að skrá allt hið frá- bæra sem hér er, þá yrði seint upp talið. Hér er stærsta bronsklukka Japans, elzti pagóðuturninn, hæsti pagóðuturinni, elzti skólinn. Á klettavegg sem gnæfir fyrir utan borgina er meitlaður stærsti bók- stafur á jörður hér, það er kín- verskt myndmerki, 160 metra hátt og 80 metra breitt. Einu sinn á ári eru skorurnar fylltar af eldfimu efni og kveikt í, og þá kalla þús-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.