Úrval - 01.10.1968, Side 103

Úrval - 01.10.1968, Side 103
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 101 hvert kíló, sem hann útvegaði til viðbótar við 150 kílóin, sem hann hafði selt, en hann vissi vel, við hvaða bændur tala skyldi. Hvorug- ur þeirra bjóst við miklum vand- ræðum. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var þetta Afyon, en orðið þýðir ópíum á tyrknesku, aðalbæki- stöðvar ópíumframleiðslu Tyrk- lands. Næst á eftir Indlandi selur Tyrk- land mest rnagn af ópíum í gervöll- um heiminum. Indland framleiðir að vísu meira magn, en tyrkneska ópíumið hefur meira morfíninni- hald, og eftir því er meiri eftir- spurn. íbúar Afyonhéraðs fram- leiða svo 80% af framleiðslu Tyrk- lands af þessari eftirsóttu tegund. Það er eina afurð þeirra, sem gef- ur mikið í aðra hönd, og þeir geta alltaf reiknað með því nð geta selt allt, sem þeir framleiða. Það eru um 150.000 ópíumbændur í Tyrklandi, en samt er enginn þeirra eiturlyfjaneytandi. Þeir skoða eiturlyfið sem eins konar elixír frá sjálfum Allah, elixír, sem sé eðlilegt, kvalastillandi lyf, sé það tekið í smáskömmtum. En þeir álíta það jafnvel verra en áfengi, sé það tekið í stórum skömmtum (en áfengi er bannvara fyrir Mú- hameðstrúarmenn), því að það ræni mann kynkraftinum. Og í Tyrk- landi getur ekkert eyðilagt virðingu karlmannsins eins og kyngetuleys- ið. Þrátt fyrir möguleikann á mikl- um gróða leggur enginn bóndi allt sitt land undir ópíumrækt. Hver bóndi trúir því, að Allah hafi í vizku sinni sett takmörk fyrir þeim gæð- um, sem hann gefur manninum, og hann veit, að það er utn slíkt tak- mark að ræða, hvað ópíumið snert- ir. Það er engin ræktun eins hættu- leg og ópíumræktunin. Uppskeru- magnið er ekki aðeins komið undir því, hversu miklu hefur verið sáð, heldur undir því, hversu mikið er hægt að skera upp á einum einasta degi ársins. Þessir dagar, sem allt veltur á, eru að sumri til, strax eftir að val- múinn hefur blómstrað og ekrurnar eru sem höf af hvítum, purpura- rauðum og bleikum blómum. Þeg- ar krónublöðin byrja að falla af, athugar bóndinn fræbelgina nokkr- um sinnum á dag, þangað til hann er viss um, að þeir séu nákvæm- lega hæfilega þroskaðir til skurð- ar. Skeri hann þá af of fljótt, þá mun hin mjólkurkennda kvoða, sem er ópíumið, renna til jarðar. En sé hann of seint á ferðinni, mun morfíninnihaldiðið hafa breytzt í codeine, sem er ekki eins sterkt eiturlyf. Þegar bóndinn hefur loks ákveðið að láta til skarar skríða og hefja skurðinn, þýtur hann út á akrana ásamt konu sinni og uppvöxnum börnum og byrjar þar á hinni erfiðu og vandasömu uppskeruvinnu. Það verður að skera í hvern fræbelg, og það er ekki sama, hvernig það er gert. Til slíks þarf leikni, sem nálgast það helzt að vera list. Sé skurðurinn of djúpur, mun ópíumið blandast öðrum vökvum í jurtinni. en sé skurðurinn of grunnur, mun ekki nást hámarksmagn. Börnum yngri en 15 ára er aldrei leyft að hjálpa til við uppskeruna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.