Úrval - 01.10.1968, Síða 105

Úrval - 01.10.1968, Síða 105
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 103 Hasan sagðist eiga 35 kíló og íór fram á 180 lírur fyrir hvert kíló, sem var tvöfalt það verð, sem rík- ið borgar bændunum fyrir ópíum- ið. Mustafa prúttaði við hann, þang- að til þeir höfðu komið sér saman um 150 lírur fyrir kílóið. Og þá fylgdi bóndinn þeim út í hlöðu. Þrír strigapokar, troðfullir af opíumkúl- um, voru dregnir upp undan hey- stabba, en þar höfðu þeir verið grafnir niðri í holu. Mustafa skoð- aði innihaldið í krók og kring, en að lokum varð hann ánægður. Svo setti hann kúlurnar aftur í pokana, batt fyrir þá og innsiglaði hvern hnút með bræddu vaxi, sem hann merkti svo með sínu sérstaka ein- kenni. Síðan skráði hann nafn Hasans, magn ópíumsins og verð í litla vasabók. Bóndanum yrði svo greitt andvirðið, þegar hann af- henti pokana. Emin ætlaði að skýra frá því síðar, hvar og hvenær hann ætti að afhenda þá. Svo kvöddu gestirnir. Mustafa hélt nú bæ af bæ, og að tveim vikum liðnum hafði hann merkt sér hálft tonn af hráópíumi með sínu sérstaka merki. Nokkr- um nóttum síðar lagði Emin af stað með hóp bænda. Þeir voru 22 að tölu og voru vopnaðir rifflum og skammbyssum, ef ske kynni, að þeim yrði gerð fyrirsát. Þeir héldu til afskekktrar fjallshlíðar, og þeir héldu allir á innsigluðu strigapok- unum sínum, sem voru úttroðnir af ópíumkúlum. Mustafa var kom- inn þangað í vörubifreið. Hann skoðaði innsigli sín í krók og kring og borgaði síðan bændunum and- virði sekkjanna í reiðufé. Hver ópíumpoki var síðan settur í nylon- poka. Og í hann voru síðan settar kamfórukúlur til þess að dylja hinn sæta, megna ilm af ópíuminu. Sekk- irnir voru síðan settir í tómar olíu- tunnur. Og svo lagði Mustafa af stað í hina löngu ökuferð til tyrk- nesku landamæranna. KANÍNA Á FLÓTTA Hann hét raunar Celebi, en hann var alltaf kallaður Jack kanína. Hann var slíkur hlaupagikkur, að hann hafði við hestum á stökki. Hann var hávaxinn, grannur og stoltur. Hann gat hlaupið í sífelld- um beygjum, kastað sér endilöng- um til jarðar eða stokkið heljar- stökk og hleypt af byssu sinni á sama augnabliki og hann rétti úr sér að nýju. í augum Tyrkja, sem sjá margar bandarískar kvikmyndir um Villta vestrið, er allt svæðið við sýrlenzku landamærin Villta austrið. Það eru mörg þorp þarna við landamærin, sem eru samtals 545 mílur á lengd. Það þorp á þessu svæði, sem nefna mætti „Þurragil“, er þorpið Kilis, þorpið, þar sem ekki er um að ræða nein lög og reglur önnur en þau, sem fyrirfinnast í hjörtum og byss- um karlmannanna, sem þar búa. „Hafir þú fæðzt í Kilis, ertu fæddur smyglari,“ segir alkunnugt orða- tiltæki. Og Jack kanína var beztur af öllum smyglurunum í Kilis. Mustafa var gamall vinur hans, og þegar hann afhenti Jack kanínu 500 kíló af ópíumi, sem hann átti að koma yfir sýrlenzku landamærin, tók hann tilboðinu um hættuför þessa fegins hendi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.