Úrval - 01.10.1968, Page 107

Úrval - 01.10.1968, Page 107
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 105 með hann í bókstaflegum skilningi. Tunglið var til allrar hamingju aðeins í fyrsta kvartili. Nóttin yrði því nægilega dimm til þess að dylj- ast og samt nógu björt til þess að unnt mundi að rata. .Tack kanína valdi sér 15 menn, sem hann treysti vel, og svo mælti hann sér mót við þá á ákveðnum stað. Hann skýrði þeim frá stærð sendingarinnar, og hann gerði ráð fyrir því við þá, að þeir yrðu að fara tvær ferðir yfir landamærin þá um nóttina til þess að koma allri sendingunni inn í Sýrland. Hann sagði þeim líka, að þeir fengju 60 lírur (6 dollara) fyrir ómakið, sem voru prýðileg laun. (Kanínan sjálf átti að fá 300 lírur). Mennirnir gengu að þessu. Rétt eftir miðnættið teymdi lág- vaxin, feitlagin kona gamlan hest yfir járnbrautarteinana, en þeir voru við útjaðar bannsvæðisins við landamærin. Hún var svartklædd. Þetta var kona Celebi. Hún stiklaði varlega yfir þverbitana undir tein- unum. Eftir að hún hafði farið tæpa 51 metra leið, kom hún að flötu svæði, sem hafði verið rakað vand- lega og sléttað af hermönnunum, en þeir athuguðu svæði þetta reglu- lega í leit að fótsporum. Hún lét sem ekkert væri og gekk áfram, og hesturinn fylgdi rólegur á eftir henni. Það var næstum ómögulegt að greina það í myrkrinu, að kað- all var bundinn laust við hnakk- inn og að hesturinn teymdi kaðal- inn á eftir sér, án þess að kaðall- inn kæmi þó við jörð. Þetta var langur kaðall, og það var röð manna, sem hélt honum á lofti og gætti þess, að hann dræg- ist ekld við jörðina. Það voru þeir Celebi og 15 „hlauparar" hans, en þeir fylg'du á eftir hestinum í um 200 feta fjarlægð. Þeir gengu bogn- ir og héldu með annarri hendinni í kaðalinn, en með hinni í ópíum- poka, sem þeir höfðu siengt um öxl sér. Tveir þeir síðustu í halaróf- unni drógu aftur á móti pokana eft- ir jörðinni til þess að má út öll fótspor. Halarófan nálgaðist nú það svæði, sem var alþakið jarðsprengjurji' Mennirnir héldu samt áfram án þess að hika hið minnsta. Þeir gengu hægt eftir stíg, þar sem lítill kindahópur hafði sprengt nokkrar jarðsprengjur í loft upp, er þær voru reknar þar um. Þær höfðu þannig hreinsað stíginn fyrir menn- ina. Þetta var einn af fleiri stíg- um, sem Celibi hafði undirbúið á þennan hátt. Slyngur smyglari hef- ur alltaf 4—5 leiðir tiltækar, sem hann getur gripið til eftir þörfum. Og hann „hreinsar þær alltaf, áður en hann þarf hugsanlega að nota þær, svo að þær séu alveg tilbún- ar til notkunar. Kona Celebi gætti þess að fara aldrei eitt skref út fyrir stíginn. Hú.n vissi alveg, hvað hún átti að gera, ef hermenn nálguðust. Hún átti að losa hnútinn, sem batt kað- alinn við hnakkinn og láta kaðal- inn falla til jarðar. Svo átti hún að skýra hermönnunum frá því, að hún væri á leið til þess að heim- sækja veikan ættingja sinn í Sýr- landi. Þegar kaðallínn félli til jarð- ar, mundi slakinn vera Celebi merki um, að hætta væri á ferðum. Hann gat ekki séð varðmennina í myrkr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.