Úrval - 01.10.1968, Page 109

Úrval - 01.10.1968, Page 109
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 107 inu og þeir ekki hann. En samt mundi hann vita, að þeir væru á næstu grösum. Ef varðmennirnir færu með konu hans til næsta varð- skýlis til frekari yfirheyrslu, ætl- uðu smyglararnir að halda áfram yfir landamærin án minnstu áhættu. En færi svo, að varðmenn- irnir fylltust grunsemd og byrjuðu að leita, áttu „hlaupararnir“ að dreifa sér í flýti og fara sinn í hverja áttina. Nú kom konan að síðustu hindr- uninni, það var gaddavírsgirðing. Hún beygði sig niður og sveigði til hliðar nokkra strengi, sem Celebi hafði klippt í sundur fyrir nokkr- um nóttum og fest lauslega sam- an aftur, þannig að engin verks- ummerki sæjust í fljótu bragði. Hinum megin við gaddavírsgirðing- una tók við annað sléttað og rak- að svæði og svo þar fyrir hand- an annað jarðsprengjusvæði. Frá árinu 1960 hefur þessum jarð- sprengjum verið komið fyrir í belt- um, sem eru 10—15 metra breið og allt að 90 metra löng. Halarófan mjakaðist varlega áfram, þangað til hún var komin yfir jarðsprengjubeltin. Þá kom hún á svæði, sem varið var af ríð- andi varðmönnum. Skyndilega fann Jack kanína, að það var togað snöggt í kaðalinn tvisvar sinnum. Það var merkið. Og hann heyrði glymjandi hófatak. Halarófan stað- næmdist tafarlaust. Celebi vissi, að konan hans hafði nú stanzað og að hún lagði við hlustirnar. Hófatak- ið hætti skyndilega, og heyrðist að- eins hljóðið í vindinum. Svo heyrð- ist hófatakið aftur, en svo dofn- aði það smám saman, þangað til það dó út í fjarska. Celebi létti, og hann brosti við. Það var yfirleitt skipzt á skotum, þegar fundum varðmanna og smyglara bar sam- an. Fyrir nokkrum árum voru 5 varðmenn drepnir og 17 illa særð- ir í viðureignum við sýrlenzku landamærin. Miklu fleiri smyglar- ar eru drepnir eða særðir á ári hverju, en nákvæmari tölu þeirra er haldið leyndri. Að lokum komu smyglararnir að hinum raunverulegu landamærum Tyrklands og Sýrlands. Það er hæðótt svæði, þrjár mílur á breidd, „einskis manns land“, þar sem all- ir óviðkomandi geta búizt við því að verða skotnir fyTÍrvaralaust. Tyrklandsmegin er fjöldi vélbyssu- hreiðra. Á milli þeirra er allt frá hálfri mílu upp í nokkrar mílur, og í hverju hreiðri eru 25 hermenn. En smyglararnir óttast ekki þessi vélbyssuhreiður. Aðeins hinir fá- vísu viðvaningar eru svo heimskir, að þeir komist innan skotmáls. Celebi og flokkur hans skokkaði síðan heill á húfi inn í Sýrland. Þeir stefndu að stað, sem var mitt á milli landamæranna og bæjarins Azaz. Mennirnir hlupu allgreitt, og þeir virtust alls ekki finna fyrir því. Þeir voru á ýmsum aldri. í þessum hluta heims, þar sem slík hlaup eru atvinnugrein, getur sex- tugur maður hlaupið eins hratt og 15 ára unglingur, sé leiðin nógu löng. Fjarlægðin frá Kilis til áfanga- staðarins í Sýrlandi var 8 mílur. Og fyrri ferðin tók 90 mínútur. Mustafa beið þar við vegarbrúnina og heils-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.