Úrval - 01.10.1968, Side 112

Úrval - 01.10.1968, Side 112
110 ÚRVAL yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild ríkislögreglu Líbanons. Við hlið hans sat Leon Levonian. Það voru margar aðferðir, sem hægt er að grípa til til þess að flytja eiturlyf frá Sýrlandi til Líbanons. Fyrir 30 árum notuðu smyglarar úlfaldalestir til slíks. Morfínbasinn var innsiglaður í málmhylkj um og úlfaldarnir neydd- ir til þess að gleypa hylki þessi. Síðan löbbuðu dýrin bara yfir iandamærin. Svo fór nú samt, að tollyfirvöldin komust að sannleik- anum, og þá var komið fyrir gegn- umlýsingarvélum við eftirlitsstöðv- ar á landamærunum. Þá fóru smyglararnir að nota gúmpoka í stað málmhylkjanna, því gúmpok- arnir sáust ekki í gegnumlýsing- artækjunum. En stimdum sprungu pokarnir inrd í maga úlfaldans, og þá reikaði skepnan í eiturlyfjavímu að eftirlitsstöðinni eins og dauða- drukkinn maður. Þá fóru tollverðirnir að láta tor- tryggilega úlfalda „laxera“ við landamærin, en venjulega varð þó að slátra dýrunum til þess að ná eiturlyfjunum. Sagt er, að sumir smyglarar hafi þá farið að notfæra sér börn, sem enginn kærði sig um, í stað úlfaldanna, þar eð það var ódýrara að. kaupa þau og slátra þeim en úlföldunum. En nú er vinsælasta aðferðin sú, að eiturlyfin eru falin í fólksbílum eða vörubílum. Algengt bragð er að fela morfínpoka innan um hundruð kassa af ávöxtum eða grænmeti aftan á bílpalli. Það kostar ofboðslega vinnu og tíma að leita vandlega í slíkum farm, og því gefast jafnvel hinir samvizku- smustu landamæraverðir upp á slíkri fyrirhöfn. Önnur nýjung er fólgin í því að geyma eiturlyfin í loftþéttum ílátum, sem er svo difið niður í geyma á olíuflutningabif- reiðum og geymd þar. En Leon Levonian hafði valið al- beztu aðferðina og jafnframt þá dýrustu. Hann hafði borgað Mall- ouke yfirlögregluþjóni í ríkislög- reglu Líbanons 800 dollara fyrir að aka í einkabíl sínum til Sýrlands og flytja síðan 50 kíló af morfín- basa yfir landamærin inn í Líbanon. yfirlögregluþjónninn var ekki neinn venjulegur mútuþægur lög- regluþjónn í þeim skilningi, sem lagður er í slíkt í hinum vestræna heimi. Hann var gerspilltur og stærði sig af því, að hann væri ekki neinn hræsnari. Hann stundaði slarkbúlurnar í Beirut, veitti gest- um sínum konunglega og var ekkert að hafa fyrir því að látast lifa af launum sínum einum. Viðskipti hans við Levonian voru engin und- antekning. Þar var bara um að ræða einn samning af mörgum. Hann hjálpaði oft mögulegum kaupend- um eiturlyfja að finna seljendur og öfugt. í rauninni áleit hann sig vera heiðarlegan og áreiðanlegan mann í slíkum viðskiptum, sem tæki bara sín umboðslaun og léti svo kaupanda og seljanda um að ganga frá sínum viðskiptum. Abou Salim var miðlari í landi, sem byggt er þjóð, sem hefur gert þá atvinnu að sannkallaðri listgrein. Líbanon hefur í rauninni engin náttúruauðæfi og engan iðnað, og samt er það eitt mesta velmegun-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.