Úrval - 01.10.1968, Síða 113

Úrval - 01.10.1968, Síða 113
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 111 arland í Mið-Austurlöndum. Á fyrri öldum hefur það verið sigrað og hernumið af fjölmörgum þjóð- um, Egyptum, Persum, Tyrkjum, Aröbum, Grikkjum og Frökkum. Landsmenn hafa ekki haft afl til þess að standa kúgurum sínum snúning, og því hafa þeir fyrir löngu snúið sér að því að ná sem lengst með málamiðlun. Virðing og stolt voru snemma álitnar dýrar „munaðarvörur", og þess í stað þróuðu þeir með sér erfðavenjur prúttsins, makksins, mangarahátt- arins og miðlunarinnar, atferlis þeirra manna, sem óska eingöngu eftir skjótfengnum gróða og eru reiðubúnir að nota mútur til þess að handsama hann. Þessir erfðaeig- inleikar landsmanna hafa lengi verið vestrænum kaupsýslumönn- um hreinasta ráðgáta. Þeir eru vanir því, að lagalegar og siðferði- legar takmarkanir ráði í viðskipt- um, en venjur þær, sem lýst hefur verið hér að ofan, er rótgróinn lífs- máti í Líbanon og skoðaðar sem vottiu um eðlilegt ástand. Miðdepill þjóðlífsins er stærsta borgin, Beirut, sem kölluð er París Mið-Austurlanda. Beirutbúar eru afkomendur Föníkumanna, fyrstu kaupmanna fornaldarinnar, sem fundu upp bókhald og peninga í því formi, sem slíkt er notað enn í dag. Og þeir stæra sig af þessari arfleifð. sinni, þ.e. sem óviðjafn- anlegir kaupmenn og kaupsýslu- menn. Það eru nú t.d. orðnir fleiri bankar í Beirut en í Bern, höfuð- borg Sviss, og Líbanon er nú orðinn skæður keppinautur Sviss, hvað snertir leynireikninga í bönkum, og nýtur sú leynd öflugrar lagavernd- ar. Líbanonbúar, sem venjast slík- um aðstæðum frá blautu barnsbeini, álíta þannig eiturlyf bara verzlun- arvöru eins og aðrar, vöru til þess að verzla með. Og þrátt fyrir öll eiturlyfjalög álítur venjulegur kaupmaður í Beirut ekkert athuga- vert við að verzla með eiturlyf. Með slíkum viðskiptum er hann ekki að útvega sínum eigin löndum eitur- lyf. Ópíumið og morfínbasinn flæð- ir bara í gegnum land hans á leið sinni til Frakklands og skolar um leið gróða upp á fjörur landsbúa. Og þannig augum leit Abou Salim einmitt á starf sitt þessa nótt, er hann ók hægt í gegnum skýjaþykknið, sem grúfði yfir Líbanonsfjöllum, sem teygja sig allt að 6000 fetum upp yfir sjávar- mál. Síðan lá leiðin niður í móti, niður í Bekaadalinn, sem er sagður hafa frjósamasta jarðveg í víðri veröld. Sumir halda því fram, að þetta hafi verið fyrirheitna landið, sem Móses leitaði að. Aðrir segja, að þetta sé hinn forni aldingarður í Eden. 40 mílum frá Beirut er risavax- in steinbrú og hlið á Damaskus- þjóðveginum. Þarna er landamæra- eftirlitsstöð Líbanons. Mallouke yfirlögregluþjónn var velþekktur meðal landamæravarðanna. Þeir heilsuðu honum með lögreglu- kveðju, og bifreiðinni var hleypt í gegn umyrðalaust. Og 5 mílum lengra í burtu var annað hlið, þar sem Sýrlendingar héldu vörð. Þeir Salim og Levonian sýndu vegabréf sín, og þeim var tafarlaust hleypt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.