Úrval - 01.10.1968, Page 117

Úrval - 01.10.1968, Page 117
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 115 Frakklands er eins konar vegamót sjóleiðanna, sem liggja þangað frá Asíu, Austurlöndum nær, Afríku, Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanada. Skip, birgðir og sjómenn streyma til hafnarinnar frá öllum hlutum heims, og smám saman hafa hin risavöxnu hafnarhverfi hennar orðið hinn ákj ósanlegasti felustaður glæpamanna, paradís smyglara, markaður fyrir falsaða peninga, aðsetursstaður hvítrar þrælasölu, vændis og fjárhættu- spilamennsku og markaður fyrir smyglvarning hvaðanæva að úr heiminum. Það er einn hópur manna í Mar- seille, sem ræður lögum og lofum, hvað alla þessa glæpastarfsemi snertir. Það eru Korsíkumennirnir. í rauninni er Marseille stundum lýst sem stærstu borg eyjarinnar Korsíku, því að það búa ef til vill fjórum sinnum fleiri Xorsíkubúar í þessari frönsku hafnarborg en í Bastia, stærstu borg Korsíku sjálfr- ar. Þeir flykktust til franska meg- inlandsins, vegna þess að eyjan var of fátæk til þess að geta veitt þeim lífsviðurværi. En þeir hafa samt aldrei álitið sig vera Frakka. Venju- legur Korsíkubúi í Marseille býr þar oft öll sín fullorðinsár, en hann snýr samt alltaf til Korsíku, þegar um er að ræða augnablik, sem tákna tímamót í lífi hans. Þar geng- ur hann í hjónaband, eiginkona hans fer þangað til þess að ala börnin, þar sezt hann í helgan stein, þegar hann er hættur störfum, og þar deyr hann. En að öðru leyti býr hann í Marseille sem meðlimur stoltrar klíku, sem einkennist af skilyrðislausri hollustu meðlima sinna. Því er eins farið með Korsíku- búana og önnur minnihlutabrot innflytjenda. Þeim hafa aðeins til boða lægstu og sóðalegustu störf- in, þegar þeir hafa komið til hinn- ar miklu hafnarborgar í fyrsta sinni. Auðveldast var að fá störf á sjón- um. En glæpirnir veiítu stærstu tækifærin. Og eiturlyfin buðu upp á mestan gróða. Þegar tímar liðu fram, tókst þeim að ná sterkum tökum á allri skipulagðri glæpa- starfsemi í borginni og algerðri ein- okun, hvað eiturlyfin snerti. Sá fjöldi Korsíkubúa, sem lagði stund á glæpastarfsemi, var auð- vitað lítið brot þeirra tugþúsunda eyjarskeggja, sem fluttust til franska meginlandsins. En þessir fáu, sem lögðu út á þá bvaut, mynd- uðu bræðrafélag, sem kallað var „Union Corse“ (Korsíkufélagið), sem er hliðstæða Mafíunnar í und- irheimum Sikileyjar. Því er eins farið með Korsíkumennina og frændur þeirra, Sikileyingana, að þeir voru þögulir sem gröfin, hvað alla þá snerti, er standa utan við bræðralagið, enda er þeim, sem leysir frá skjóðunni, dauðinn vís. Þeir háðu einnig „styrjaldir" um áhrifasvæði og feng. (Eitt sinn voru 35 menn drepnir í götufyrirsátrum vegna skipsfarms af stolnum banda- rískum vindlingum, sem deilur stóðu um). En smám saman hafa slíkar deilur lagzt niður. Þær hafa orðið að víkja fyrir hinni nýju stefnu innan hinnar skipulögðu glæpastarfsemi, samningum og fyr- irfram ákveðnu skipulagi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.