Úrval - 01.10.1968, Page 121

Úrval - 01.10.1968, Page 121
LIFANDI DAUÐI TIL SOLU 119 Ég sendi hann þangað með skipi.“ „En lögreglan veit nákvæmlega, hvar hún á að leita í bílum.“ Hún veit ekki um þennan felu- stað,“ svaraði Levonian. „Ég hef fundið nýjan felustað. Og hann tek- ur 20 eða jafnvel 25 kíló.“ Það færðist gleðibros yfir and- lit Benucci. Slíkur felustaður yrði sannarlega verðmæt nýjung. „Agætt! Nú skaltu fela vöruna í þessum bíl þínum, og ég ætla að láta starfsmann minn reyna að finna felustaðinn.“ Þeir höfðu náð samkomulagi í lok fundarins. Trigano átti að fara til Ameríku tafarlaust og tryggja þeim íbúð í New York. Levonian átti að fljúga til Genf, þar sem hann átti að ganga frá vissum at- riðum, hvað bankamálin snerti. Baykal átti að hitta hann þar, og þar átti Levonian að afhenda hon- um þríhyrnda snifsið af líruseðlin- um og þann helming greiðslunnar, sem Benucci átti að inna af hendi. Þegar Levonian sneri svo aftur til Marseille, mundi efnafræðingurinn hafa lokið vinnslu heroinsins. EFNAFRÆÐINGURINN í þorpinu Aubagne, um 10 míl- um fyrir austan Marseille, lauk miðaldra, hávaxinn maður undir- búningi sínum undir bílferð. Þetta var skömmu eftir dögun. Maður- inn horfði með ást og aðdáun á hið glæsilega óðal og hina fögru landareign sína, á meðan þjónn hans gekk vandlega frá töskunni hans í Mercedesbílnum hans. Hann virti fyrir sér blómabeðin, þar sem verðlaunarósir kepptust við að sýna dýrð sína, grasflatirnar, sundlaug- ina og tennisvöllinn. Svto leit hann á snjóhvítt húsið, sem glitraði og glóði í sólinni. Síðan sneri hann sér að þjón- inum og sagði: ,,Ef Madame Paoli spyr um það, skuluð þér segja henni, að ég búist við að koma aftur að 4 dögum liðnum. Ég er að fara til Lyons“. Josef Paoli var mjög ríkur. Á heimili hans, sem kostað hafði 100.000 dollara, átti hann úrvals bókasafn. Þar voru fyrstu útgáfur og aðrar verðmætar bækur, sem voru kannske allt að 60.000 doll- ara virði. Ein kristalsljósakróna í borðstofunni hafði kostað 7000 doll- ara, og sérhvert húsgagn hafði ver- ið vandlega valið með hjálp fremstu híbýlafræðinga og forngripafræð- inga. Þar að auki hafði Paoli eytt næstum milljón dollurum í að breyta þessari 900 ekru landar- eign sinni í Neðri-Ölpum fyrir norðan Marseille. Þetta hafði áður verið veiðióðal, en hann hafði lát- ið breyta því í akurlendi og hag- lendi fyrir sauðfé. Hann áleit, að þar væri um góða fjárfestingu að ræða, því að hann ætlaði bráðum að hætta störfum og setjast þarna í helgan stein. Paoli ók varlega í burt og hafði stöðugar gætur á afturspeglinum. Þrem mílum frá heimili sínu stanz- aði hann og beið, þangað til hann var þess fullviss, að það var eng- inn annar á veginum. Svo sneri hann bifreiðinni við og ók um eina mílu í þá átt, sem hann hafði kom- ið úr. Þar stanzaði hann aftur og þóttist vera að athuga vélina. Að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.