Úrval - 01.10.1968, Page 125

Úrval - 01.10.1968, Page 125
LlFANDl DAXJÐI TIL SOLU 123 stakiega vel með sjálfan sig. Hann lifði á góðum, riæringarríkum mat og át vel, þó að starf hans hefði þau áhrif á líkama hans, að hann hafði ógeð á mat. Hann drakk mjög mikla mjólk á hverjum degi og þvoði hendur sínar vandlega í mjólk eftir störfin í rannsóknar- stofunni. Hann fékk sér lúr síð- degis og svaf þar að auki 8 tíma á hverri nóttu. Hvíldin var honum alveg bráðnauðsynleg. En aðalhættan, sem Paoli óttað- ist, var fólgin í því, að hann á- netjaðist sjálfur heroininu og yrði eiturlyfjaneytandi. Við vinnsluna voru smáagnir af duftinu á sveimi í loftinu, og hann vissi, að engin efni á jarðríki gætu stöðvað þær breytingar, sem gætu auðveldlega hafizt í líkama hans. Hingað til hafði hann ekki fundið nein ein- kenni þess, að hann væri orðinn háður heroininu, en hann var samt áhyggjufullur. Nýlega hafði hann byrjað að léttast. Hann var 6 fet á hæð, en þrátt fyrir allan þann mikla og góða mat, sem hann át, gat hann ekki komið þunga sínum upp í 135 pund. Húð hans var einn- ig að byrja að verða gulleit og veikluleg. Og það var eins og hún héngi laus utan á beinum hans. Jósef Paoli hlakkaði því til að geta hætt störfum og setzt í helgan stein á glæstu óðali sínu í Neðri- Ölpum. Bara að viðskiptin gengju ekki svona óskaplega vel! Domin- ique Benucci ætlaði nefnilega að borga honum 35.000 dollara fyrir vinnsluna á þessum 50 kílóum af morfínbasa. Auðvitað var rekstr- arkostnaður rannsóknarstofu hans mikill. En þegar allur kostnaður hafði verið dreginn frá. nam nettó gróði hans á mánuði hverjum 36.000 dollurum eða 360.000 doll- urum á ári, því að hann tók sér tveggja mánaða frí árlega. Já, væru allir þessir peningar ekki svona freistandi, mundi hann setjast í helgan stein þegar á morgun! BIFREIÐ, SKIP OG FLUGVÉL Nú var eftir að ljúka tveim við- fangsefnum, áður en Levonian gat lagt af stað til Ameríku. Hið fyrra snerti bifreiðina, sem flytja átti heroinið í til Ameríku, Með milli- göngu ættingja í Marseille hitti Le- vonian Toros Malik, ungan náms- mann, sem var búinn að panta ,far til Ameríku með frönsku skipi, sem sigla átti frá Le Havre í Norður- Frakklandi. Hann spurði Toros að því, hvort hann langaði til þess að vinna sér inn svolitla peninga. Hið eina, sem hann þurfti að gera, var að fara með, nýja bifreið með sér til New York um borð í franska skipinu. „Þú kaupir bifreiðina fyrir mína peninga”, sagði Levonian tilboði sínu til frekari skýringar, „og læt- ur skrá hana á þínu nafni. Ég ek bifreiðinni í nokkra daga, svo að þú getir látið skrá hana sem not- að farartæki í Ameríku”. Ungi námsmaðurinn tók tilboð- inu fegins hendi. Með því að not- færa sér aðstoð, námsmannsins, gat Levonian komizt hjá að borga þau háu innflutningsgjöld, sem bílasal- ar þurftu að borga. Og þá gæti hann selt bifreiðina með 500 doll- ara hagnaði vestra. Levonian
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.