Úrval - 01.04.1973, Side 123
MANSTU EFTIR HREPPASULTINUM . . . .
sem flutzt höföu burt úr Hreppunum,
komust svo að orði hver við annan, er
þeir minntust fyrri ævi sinnar:
„Manstu eftir Hreppasultinum á
vorin?”
A siðari hluta þorra var stundum
farið út á Eyrarbakka til þess að sækja
nýja soðningu. Það var kallað að fara
slógferð. Þá var nýr fiskur til
miðdegismatar I nokkurn tima, eftir
að komið var úr slógferðinni. önnur
slógferð á Eyrarbakka var stundum
gerð nálægt sumarmálum. Um lokin
var oft farin svokölluð lokaferð út i
Hafnir og þangað sótt heilagfiski. Þá
batnaði i ári á Hreppunum. Siðan var
fardagaferðin farin suður i Reykjavik
til þess að sækja grásleppu og
kornmat. Um Jónsmessu var gerð
þangað Jónsmessuferðin. Þá voru sjó-
mennirnir sóttir og hlutur þeirra, sem
hertur var. Loks var lagt upp með
ullina á lestum til Reykjavikur. Þá var
keyptur kornmatur og kaffi og sykur
og ýmis annar kaupstaðavarningur.
Kornmatur, sem keyptur var i austur-
bænum, minnir mig vera tvær tunnur
af rúgi, ein af bankabyggi og ein tunna
af hálfgrjónum. Auk þess var oft keypt
hálftunna af baunum. Rúgurinn var
bæði hafður i kökur og til útáláts.
Hrisgrjón, sem sumir kölluðu hrisin-
grjón, voru aðeins keypt i veizlu-
grauta, og voru þeir af ýmsum nefndir
hrisingrjónagrautar.
Á túnslætti var fyrsta máltiðin étin
klukkan sjö á morgnana. Hún var
harðfiskur og kaka með smjöri, ein
kaka á mann. A eftir var drukkið kaffi
með kandiskörtu á stærð við hálfan
högginsykurmola. I kaffi var alltaf
hafður rjómi. Klukkan tólf var skyr
með mjólk út á. Klukkan fjögur var
étinn miðdegismatur, venjulega hert
121
grásleppa og baunir. A kvöldin, er
komið var heim, var skyrhræringur
með mjólk útá.
A engjaslætti var fyrstu máltiðar
neytt milli klukkan sjö og átta. Það
var skyr með litlum mjólkurdropa út á
og kaffi á eftir með kandlsmola.
Nálægt klukkan tiu var morgun-
verður, oftast grásleppa og skyr á
eftir með mjólkurdreitli út á.
Miðdegismatur var étinn kiukkan
fjögur til fimm, aftur hert grásleppa
meö baunum. Á kvöldin var skyr með
mjólkurlögg. Oft voru hafðir þorsk-
hausar af Eyrarbakka, ágætlega
verkaðir, I staðinn fyrir grásleppuna.
Fjallagrös voru nokkuð höfð i vatns-
grauta, sem hrærðir voru saman við
skyr. Þau voru lika einstöku sinnum
látin I mjólkurgrauta, og þeir grautar
þóttu okkur beztir. Hestur af blautum
grösum var talinn jafngilda heiltunnu
af rúgi.
Haustið var bezti matartimi ársins.
Þá var sláturtiöin. Fyrsta máltiðin, oft
kjötsúpa og rófur, var étin um klukkan
tiu á morgnana. Miðdegismatur var
snæddur klukkan tvö til þrjú. Hann var
oft þorskhausar eða harðfiskur og
bræðingur við. En um klukkan sex til
sjö á kvöldin var heitur blóðmör og
rófur og slátursoð drukkið með.
Kartöflur og söl voru höfð með harð-
fiskinum.
Hjá fóstra minum voru venjulega
saltaðar tvær heiltunnur af kjöti og
entust fram yfir sumarmál. Hangikjöt
var aðeins til matar á jólum. Þá var
skammtað svo riflega, að mörgum
entist skammturinn fram á þrettánda.
Karlmenn, sem náð höfðu fermingu,
fengu langlegg úr sauðalæri, en yngri
piltar liði og bóglegg. Auk þess fengu
allir feitt kjöt úr sauðarsíðu.