Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 6
4
URVAL
tonna geimskipinu þínu, meðan þú
geysist um himinhvolfið, sem minnir
á silfurbrókaði. Víkingur er tæpir 5 m
á hæð. Þar er í rauninni um að ræða
tvö sérstök geimför, sem tengd em
saman enda við enda. Stærra geim-
farið er sporbrautarfari (Orbiter),
sem er stjórnskipið. Það er næstum
hálft þriðja tonn að þyngd, eins
konar geimpallur, knúinn sólarorku
og búinn hemlunareldflaug, mynda-
vélum, alls konar tækjum og fjar-
skiptaútbúnaði. í öðmm endanum er
innsiglað geimhylki í tveim hlutum,
sem líkist tveim undirskálum, sem
hefur verið hvolft saman líkt og
samlokuskel. Inni í þessari ,,sam-
loku” erhitt „geimfarartækið”, sem
ber nafnið „Lander” og er á stærð
við Volkswagen. Það er umlukt
hitaskildi í verndarskyni, og kallast
hann „loftskel”. í geimfarartæki
þessu er kjarnorkuknúinn líffræði-
rannsóknarstofa, og hefur hún verið
algerlega hitasótthreinsuð, svo að
með henni berist ekkert lífrænt frá
jörðu til Mars.
Átta mánuðum eftir geimskotið
verðurðu var við gagngera breytingu
á útliti sólkerfisins. Glóandi sól-
hnötturinn hefur verið að smá-
minnka, er þú fjarlægist hann, og
virðist nú orðinn aðeins helmingur
fyrri stærðar. Jörðin, sem er 203,2
milljón km að baki þér, er bara
skærblár depill óralangt úti í geimn-
um. Mars, sem er í minna en 16
milljón km fjarlægð beint fram
undan þér líkist einna helst grape-
ávexti, sem er appelsínugulur á
litinn. Á næstu vikum mun hann
þenjast út, að því er virðist, og verða
að risavöxnum rauðbrúnum bolta,
sem er krýndur frosthvítum geisla-
baug í báða enda. Mars virðist nú
algerlega ríkjandi á himninum.
19- júní, á sjálfan stefnumótsdag-
inn, tekur Víkingur að stefna í áttina
að svæðinu við miðju reikistjörnunn-
ar á 12800 km hraða, sem virðist
hættulega mikill. Skyndilega sjást
stjórnglampar, og það kviknar á
hemlunareldflaug sporbrautarfarsins.
Það dregur úr hraðanum hann verður
jafnari, og nokkrum mínútum síðar
svífurðu á ská yfír norðurhvel reiki-
stjörnunnar og virðist stefna beint út
í geiminn á ný. En Mars er
húsbóndinn hérna. Aðdráttarafl
reikistjörnunnar sveigir braut þína,
þannig að hún verður að útflattri
sporbraut, þannig að þú flýgur í mis-
munandi hæð yfir yfirborðinu, eða
frá 1600 km allt til 32000 km hæðar.
Þú ert samt á sporbraut.
Á tveim næstu vikum mun geim-
farið þitt rannsaka yfírborðið niður
undan sér senda litmyndir um
mögulega lendingarstað til hópa
vísindamanna á jörðu niðri. Þarna
niður undan geimfarinu þínu birtist
nú framandi landslag, með hörku-
svip en býr þó yfír ólýsanlegri fegurð.
Þetta er heimur glitrandi íshetta við
heimskautin og griðar stórra og
hrikalegra eldfjalla, sem sveipuð eru
þoku að ofanverðu, heimur risavax-
inna gljúfra og háslétta, sem þaktar