Úrval - 01.05.1976, Page 10

Úrval - 01.05.1976, Page 10
8 URVAL með hjálp efnaskipta, líkt og jarðar- gerlar gera, þá munu þær leysa upp hið lífræna efni og mynda þannig lofttegundir, sem innihalda kolefni, þar á meðal kolefni 14, sem segir fljótt til sín. Onnur tilraun miðast að því að prófa, hvort í jarðveginum fínnist örsmáar jurtir. Geislavirkum koltví- sýringi er beint að sýni, og síðan er það hitað með Mars-,,háfíallasól”. Sé um jurtkenndar lífverur að ræða, taka þær í sig sumar lofttegundirnar og sýna tilvist þeirra, þegar að þeim er beint geislavirku leitartæki. í þriðju tilrauninni er „kjúklinga- súpu” — næringarvökva sprautað í jarðvegssýnið, sem loft fær ekki að leika um, heldur er ílátið loftþétt. Sérhver lífvera, sem étur súpuna, mun gefa frá sér sem lífrænan úrgang, vissar lofttegundir út i andrúmsloftið, og næmt greiningar- tæki fyrir kemisk efni mun þekkja lofttegundir þessar. Meðan á þessum tilraunum stend- ur, mun gestur birtast á himni. Víkingur 2 er nú kominn til Mars. 1 byrjun september mun hann koma þjótandi niður í gegnum gufuhvolfið og setjast í nokkur hundruð kíló- metra fíarlægð í norðaustri, nálægt ystu vetrarmörkum íshettu norður- heimskautsins. Ef vatn er fyrir hendi á heimskautunum, kunna einhverjar slíkar leifar að hafa orðið eftir við minnkun sumaríshettunnar. Sér- hverjar þær lífverur, sem kunna að fyrirfinnast á svæði þessu, munu þá að öllum líkindum reyna að ná til þessa dýrmæta efnis, vatnsins, með öllum tiltækum ráðum. Og Lander 2 mun bíða þeirra þar. Næsta hálfan annan mánuðinn mun geimfarið þitt og nágranni þess í norðri rannsaka nákvæmlega ,,líf- æð” Mars, hlusta, horfa, snerta, bragða og þefa. Upplýsingunum og myndunum, sem geimförin safna saman, er með hjálp rafeindatækja breytt í stærðfræðitákn og þau síðan sett í geymslu í segulbandstækjum. Og tvisvar á dag, þegar jörðin birtist og sporbrautarfarið svífur fram hjá uppi yfír Landernum, eru þessar ómetanlegu upplýsingar sendar til vísindamannanna heima. Og hver mun svo árangurinn verða? Það veistu ekki. Þú getur bara velt því fyrir þér. Kannski lentirðu á röngum stað. Eða kannski liggja Mars-lífverurnar, sem þú ert að leita að, í dvala dýpra í jarðveginum og bíða þar hlýrra og hagstæðara tíma- bils. Eða kannski kann yfirborð Mars með sitt þunna gufuhvolf og hrylli- lega litla meðalhita, sem er + 199-2° á Celsíus, þ.e. 199-2 stiga frost, að vera alveg eins lífvana og þitt eigið tungl. En meðal þeirra hauga af upplýs- ingum, sem hið ótrúlega geimskip þitt hefur sent til jarðarinnar, kann að leynast hið örlitla merki um líf... og allt það, sem það tákn felur í sér. ★
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.