Úrval - 01.05.1976, Blaðsíða 10
8
URVAL
með hjálp efnaskipta, líkt og jarðar-
gerlar gera, þá munu þær leysa upp
hið lífræna efni og mynda þannig
lofttegundir, sem innihalda kolefni,
þar á meðal kolefni 14, sem segir
fljótt til sín.
Onnur tilraun miðast að því að
prófa, hvort í jarðveginum fínnist
örsmáar jurtir. Geislavirkum koltví-
sýringi er beint að sýni, og síðan er
það hitað með Mars-,,háfíallasól”.
Sé um jurtkenndar lífverur að ræða,
taka þær í sig sumar lofttegundirnar
og sýna tilvist þeirra, þegar að þeim
er beint geislavirku leitartæki.
í þriðju tilrauninni er „kjúklinga-
súpu” — næringarvökva sprautað í
jarðvegssýnið, sem loft fær ekki að
leika um, heldur er ílátið loftþétt.
Sérhver lífvera, sem étur súpuna,
mun gefa frá sér sem lífrænan
úrgang, vissar lofttegundir út i
andrúmsloftið, og næmt greiningar-
tæki fyrir kemisk efni mun þekkja
lofttegundir þessar.
Meðan á þessum tilraunum stend-
ur, mun gestur birtast á himni.
Víkingur 2 er nú kominn til Mars. 1
byrjun september mun hann koma
þjótandi niður í gegnum gufuhvolfið
og setjast í nokkur hundruð kíló-
metra fíarlægð í norðaustri, nálægt
ystu vetrarmörkum íshettu norður-
heimskautsins. Ef vatn er fyrir hendi
á heimskautunum, kunna einhverjar
slíkar leifar að hafa orðið eftir við
minnkun sumaríshettunnar. Sér-
hverjar þær lífverur, sem kunna að
fyrirfinnast á svæði þessu, munu þá
að öllum líkindum reyna að ná til
þessa dýrmæta efnis, vatnsins, með
öllum tiltækum ráðum. Og Lander 2
mun bíða þeirra þar.
Næsta hálfan annan mánuðinn
mun geimfarið þitt og nágranni þess
í norðri rannsaka nákvæmlega ,,líf-
æð” Mars, hlusta, horfa, snerta,
bragða og þefa. Upplýsingunum og
myndunum, sem geimförin safna
saman, er með hjálp rafeindatækja
breytt í stærðfræðitákn og þau síðan
sett í geymslu í segulbandstækjum.
Og tvisvar á dag, þegar jörðin birtist
og sporbrautarfarið svífur fram hjá
uppi yfír Landernum, eru þessar
ómetanlegu upplýsingar sendar til
vísindamannanna heima.
Og hver mun svo árangurinn
verða? Það veistu ekki. Þú getur bara
velt því fyrir þér. Kannski lentirðu á
röngum stað. Eða kannski liggja
Mars-lífverurnar, sem þú ert að leita
að, í dvala dýpra í jarðveginum og
bíða þar hlýrra og hagstæðara tíma-
bils. Eða kannski kann yfirborð Mars
með sitt þunna gufuhvolf og hrylli-
lega litla meðalhita, sem er
+ 199-2° á Celsíus, þ.e. 199-2 stiga
frost, að vera alveg eins lífvana og
þitt eigið tungl.
En meðal þeirra hauga af upplýs-
ingum, sem hið ótrúlega geimskip
þitt hefur sent til jarðarinnar, kann
að leynast hið örlitla merki um líf...
og allt það, sem það tákn felur í sér.
★