Úrval - 01.05.1976, Síða 14
12
dauða. Tveim ámm síðar flúði hann
frá Póllandi sem þá var hernumið til
Sovétríkjanna. Upp frá því var nafn
Wolfs Messings skrifað gríðarstómm
stöfum á auglýsingaspjöld konsert-
sala landsins.
Hann gekk rösklega inn í troðfulla
sali og hann sagði við hvern þann
sem lét í ljós áhuga á að taka þátt í
tilrauninni:
„Hugsið! Hugsið um verkefnið
sem ég á að vinna. Aðeins um það
eitt!”
Stundum snerti hann þann, sem
gaf honum fyrirmæli í huganum
smndum ekki. Stundum vann hann
með bundið fyrir augun og gekk eftir
hugsun einhvers manns eins og
radargeisla. í öllum tilvikum fram-
kvæmdi hann fyrirmælin með af-
brigðum nákvæmlega. Það var jafnan
staðfest af dómnefnd, sem áhorfend-
ur kusu, en dómnefndin fékk verk-
efnin í hendur skriflega frá þeim sem
sendu Messing hugskeyti og fylgdist
síðan með framkvæmd þeirra.
Til dæmis fann hann einu sinni
taflborð sem falið hafði verið í
salnum, stillti upp taflmönnunum í
stöðu sem hugsunarsendirinn einn
(sem var skákmaður) þekkti — og svo
náttúrlega dómnefndin — og leysti
skákþraut, sem þar með var gefin,
með máti í tveim leikjum. Engan í
salnum gat gmnað, að þetta væri í
fyrsta sinn á æfinni að Messing snerti
taflmenn.
Messing gat með starfi sínu sann-
fært fólk um að hann færi ekki með
ÚRVAL
töfrabrögð eða galdur eða yfir-
náttúrulegt afl, heldur væri hann
blátt áfram að framkvæma ýmsa
möguleika sálarlífs mannsins, vilja
hans og heila. Enda þótti ýmsum
fræðimönnum sem Messing renndi
einmitt stoðum undir þá kenningu
að í raun og vem noti menn ekki
nema 5—10% af möguleikum heila
síns.
FYRIRBÆRI.
Hæfileikinn til að lesa hugsanir
annarra er í sjálfu sér mjög sjaldgæf-
ur, en samt var hann ekki furðuleg-
asta gáfa Messings.
Hannfæddistí Póllandi árið 1899-
Þegar á tíu ára aldri skelfdi hann
foreldra sína með því að spá því, að
eftir tvo daga dræpist kýrin þeirra og
hús mundi brenna í næsta þorpi.
Faðir drengsins refsaði honum harð-
lega fyrir þetta fleipur. En eftir tvo
daga drap óður tarfur kúna og húsið
brann reyndar til gmnna.
Hinn trúrækni faðir Messings flýtti
sér að senda hann í samkunduskóla
(Heder), en þaðan flúði hann fljótt.
Matar- og peningalaus steig hann
upp í lest sem var á leið til Berlínar.
Einmitt þar í lestinni kom í ljós enn
ein furðuleg gáfa Messings.
Hann skreið undir bekk og beið
skelfdur eftir að lestarþjónninn gerði
vart við sig. Hann kom reyndar
fljótlega og beindi ljósi sínu að
drengnum sem hafði hniprað sig
saman undir bekk. Hann heimtaði af
honum farmiða og Wolf rétti honum