Úrval - 01.05.1976, Qupperneq 17
MAÐURINN SEM LAS HUGSANIR
15
þangað kom ég til sýningahalds árið
1948. Þegar fyrsta daginn fann ég allt
í einu úti á götu, hvernig illur
grunur greip mig. Ég get ekki heldur
nú lýst því hvernig þetta var, en
einhver óákveðinn grunur fór að
naga mig að innan, og furðusterk
löngun til að halda þegar á brott.
Þetta ágerðist með hverri mínútu og í
fyrsta sinn á ævinni aflýsti ég sýningu
og hélt strax til Moskvu.
Að tveim dögum liðnum lagði
jarðskjálfti Asjkhabad í rúst.”
í 75 ár veiktist Wolf Messing
aldrei, ef undanskilinn er einn
smávægilegur uppskurður. Hann
fann aldrei til höfuðverkjar, og hann
átti auðvelt með að losa aðra við
höfuðverk með því að leggja fingur
sína að gagnaugum þeirra. Meða
yfirskilvitlegum (ESP) hæfileikum
sínum gat Messing fundið hvaðan
veikindi annars manns stöfuðu.
Hann þoldi ekki þmmuveður. í
þrumuveðrum greip hann sterkur
uggur. Má vera að eitthvða samband
sé á milli þessa ástands og þeirrar
staðhæfíngar nokkurra hugskeyta-
sendara, að þeir hafi orðið fyrir losti
þegar Messing kom við þá. Og við þá
kvörtun Messings sjálfs, að hann
finni fyrir oddi nagla sem reknir em í
vegg.
Alla ævi hafði Wolf Messing ekki
tíma eða löngun, til að leyfa læknum
að skoða sig ítarlega. Reyndar leyfði
hann einu sinni kvenlækni einum í
Belaja Tserkov, sem hafði horft á
sýningu hjá honum, að skoða sig
lauslega. Það vakti furðu þessa læknis
að í höfði og brjósti Messings gætti
ekki saman hitaskyns og í öðmm
hluta líkama hans.
TILGÁTUR.
Enn hafa ekki fundist vísindalegar
skýringar á flestum þeim ESP-fyrir-
bæmm sem Wolf Messing og aðrir
menn, sem svipuðum gáfum em
gæddir hafa sýnt. Menn bera fram
tilgátur um að til séu efnislegar
eindir sem taki þátt í sálrænum
ferlum, kalla þær „mentíona” eða
„takióna” og fari þær hraðar en
ljósið, aðrir hallast að bylgjuhreyf-
ingum eða rafsegulsviði, eða geta sér
til um ,,bíosvið” eða „psikhosvið”.
Með öðrum orðum: tilgátusviðið er
víðfemt.
Síðasta spurning mín til Messings
laut að framtíðinni.
„Hvernig skýrið þér hæfileika yðar
til að sjá atburði fyrir? Hvernig gerist
þetta?
,,Með einbeitingu viljans sé ég
skyndilega fyrir mér endanlega nið-
urstöðu atburða og hleyp þá yfir alla
röð þeirra. Þetta kalla ég ,,beina
vitneskju” og sé ekkert dularfullt við
þetta. Framtíðin myndast úr fortlð og
nútíð og á milli þeirra em til einhver
„tenglamódel”. En við höfum enn
óráðnar hugmyndir um eðli tímans,
um tengsli hans við rúm, við fortíð,
nútíð og framtíð, og það er af þeim
sökum að við fáum enn sem komið er
ekki skilið hvernig þessi „beina
vitneskja” virkar.” ★