Úrval - 01.05.1976, Síða 18
16
ÚRVAL
Gátur og oróaleikir~‘
1. Hvaða drykkur verður að hrossi,
þegar maður tekur fyrsta stafínn
af?
2. Hvernig stendur á því, að það
sem er týnt, fínnur þú alltaf þar
sem þú leitaðir síðast?
3. Hvað er það, sem er mjúkt í
miðjunni en hart á brúnunum?
4. Hvað er það, sem allri eiga,
bæði ríkir og fátækir, svartir,
rauðir, gulir og hvítir?
5. Hvað er það, sem allir sækjast
eftir, en vita ekki af, þegar það
kemur?
6. Þú fínnur það en sérð það ekki
og munt aldrei sjá það.
7. Hvaða óþarfí er það, sem fylgir
bílnum, og ekki er hægt að nota
hann án?
8. Við getum séð hvernig það
verður til, en sjáum það ekki
eftir að það er orðið til.
9. Hvað er það, sem flýtur á vatni,
létt eins og fíöður, en 1000
menn geta ekki lyft?
10. Hvað er það, sem þú getur auð-
veldlega rist í með hníf, en
skurðurinn sést aldrei?
11. Hvað er það, sem maður eyði-
leggur með þvi að nefna það?
12. Hvers vegna étur grísinn svona
mikið?
13. Hvað var það, sem Adam átti
aldrei, en gaf þó börnum
sínum?
14. Hvers vegna veiddi Nói ekki
ógrynni fiskjar, meðan hann var
í örkinni?
13. Hvers vegna verður hár manns-
ins venjulega grátt á undan
skegginu?
16. Hvers vegna verða menn
sköllóttir?
17. Hvað sagði vinstri stóratáin við
hægri stómtána?
18. Er gott að skrifa bréf á fastandi
maga?
19. Hver er uppáhaldsdrykkur
hænsnaeigandans ?
20. Hvenær stækkar laxinn hraðast?
21. Hver er aðalmunurinn á fíl og
mýflugu?
2 2. Hvað er líkt með leigumorðingj a
og bjartsýnismanni?
23. Hvaða málfræðiform fer mest í
taugarnar á ástföngnu pari?
24. Hvað gerir íþróttamet svo við-
kvæm?
25. Hvað er líkt með krossgátu og
rifrildi?
Svör á bls. 127.