Úrval - 01.05.1976, Side 20

Úrval - 01.05.1976, Side 20
18 Reddick og börn hans, Davíð og Sharon, ákváðu að ganga frá Para- dísargistihúsinu, sem erí 1652 metra hæð, upp til Muirbækistöðvanna, sem eru í 3048 metra hæð. Frú Reddick, sem hafði meiðst í mjöðm, ætlaði að halda kyrru fyrir á tjald- búðasvæðinu við Cougarklett með hin börnin tvö. Klukkan 8 að morgni lögðu þau Sharon, Davíð og faðir þeirra af stað frá Paradísargistihúsinu, og voru þau fyrsti gönguhópurinn, sem lagði af stað þann daginn. Það var um 2,5 m snjólag á gönguslóðinni. (Snjó- koman á Rainierfjalli er alveg ótrú- lega mikil: Svæðið við Paradísar- gistihúsið á heimsmet í þeim efnum, en þar snjóaði um 25 m einn vetur- inn). Þau gengu eftir troðinni slóð, sem var merkt með litlum veifum, þundnum á staura. Vatnselgur rann víða yfir slóðina. Það var merki um, að vorþíðan væri komin. Hitinn var 3,3 stig á Celsius og fór hækkandi. Reddick hafði krafíst þess, að börnin væru klædd þykkum og hlýjum fatn- aði, ef ske kynni, að stormur skylli á, en brátt urðu þau að fara úr þykku ytri jökkunum, sem þau bundu síðan um mitti sér. En veðrið á Rainierfíalli er þekkt fyrir óstöðugleika. Aðeins einni klukkustundu eftir að Reddickfjöl- skyldan lagði af stað, komu þjóð- garðsverðir við Paradísargistihúsið auga á þunnan skýjabakka hátt uppi í fjallinu, og því vöruðu þeir 5 manna hóp, sem varí þann veginn að leggja (JRVAL af stað, við því, að slíkur skýjabakki boðaði oft storm. Reddick og börn hans gátu ekki séð þennan skýjabakka, sem var nálægt fíallstindinum, frá þeim stað, sem þau voru stödd á, en þau voru nú að klöngrast yfír Nisquallyskrið- jökulinn. Við Útsýnishjalla stönsuðu þau til þess að njóta úsýnisins yfir hina snæviþöktu tinda Cascadefíall- garðsins, sem blöstu við í röð, líkt og risaperlur, eins langt og augað eygði. Sharon safnaði saman hrein- um snjó til þess að bræða, svo að þau gætu eldað súpu á litla ferðaprím- usnum sínum, og Davíð og faðir hans tíndu súkkulaðipakka, samlokur og kex upp úr bakpokum sínum. Eftir stutta hvíld héldu þau aftur út á slóðina, sem gerðist nú smám saman brattari. Um hádegi náði 5 manna göngu- flokkurinn þeim og skýrði þeim frá veðurspá þjóðgarðsvarðanna. En það var styttra til Muirbækistöðv- anna en Paradísargistihússins, og því ákvað Reddick að halda áfram upp í móti. Hinn flokkurinn hélt síðan af slóð þeirra og fór inn á aðra slóð. Tveim tímum síðar kom Davíð auga á þykkan skýjabakka nálægt tindi Adamsfíalla, sem er gamalt eldfjall þar í grenndinni. Og að nokkrum mlnútum liðnum tók ský að bera fyrir sólu og Reddick fór að greikka sporið. Sharon skynjaði kvíða og óróleika föður síns. Vindhviður fóru brátt að þyrla upp snjónum umhverfis þau, og þau Sharon og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.