Úrval - 01.05.1976, Side 21

Úrval - 01.05.1976, Side 21
ÞOLRAUNÁ RAINIERFJALLI 19 Davíð fóru nú aftur í yflrhafnir sínar. Reddick reyndi að missa ekki sjónar á vegvísunum. Þetta var hætt að vera skemmtiganga. Þau voru nú komin upp í snjóbreiðurnar ofan skógarmarka, og því sáust þar fáir klettar, sem gætu vísað þeim veginn. í Muirbækistöðvunum var nú komið ofsarok, og hitinn hafði hrap- að niður í 5,5 stiga frost á Celsius. John Dalle-Molle þjóðgarðsvörður steig út úr leiðsögumannshúsinu og um leið skall á honum vindur, sem geystist áfram með 96 kílómetra hraða. Þegar hann hélt af stað til göngumannahússins, sem varl aðeins 30 metra fjarlægð, tókst hann á loft og skall niður í skafl. Hann var alveg steinhissa á þessu ofsaroki. Hann staulaðist á fætur og flýtti sér inn aftur. Brátt voru bækistöðvarnar huldar snjóskýjabakka, sem færði með sér niðaþokuna, sem allir óttuðust svo mjög á þessum slóðum. Við slík veðurskilyrði er rakinn svo þéttur, hvort sem hann kemur frá þoku eða snjó, að menn hætta að skynja áttir og vísbendingar um það, hvar þeir eru staddir eða hvert halda skuli. Göngufólk verður svo algerlega átta- villt, að það getur jafnvel ekki greint á milli jarðar og lofts. Dalle-Molle varð hugsað til göngufólksins, sem hafði lagt af stað frá Paradísargisti- húsinu þá um morguninn. ,,Guð hjálpi þeim!” tautaði hann. Klukkan 3.30 síðdegis hafði storm- urinn náð til Reddicks og barna hans. Hann skall skyndilega yfir þau næstum alveg að óvörum og lamdi þau af slíku afli, að það var sem þau væru stödd í hvirfilvindi. Það var farið að snjóa mikið. Það var þétt slydda, sem vindurinn sveiflaði og henti sitt á hvað. Hún skall stöðugt framan í þau. Það var næstum óger- legt að hreyfa sig né greina nokkuð í þessari niðaþoku. Slóðin var nú 'orðin mjög brött, og það gat haft dauðann í för með sér að stíga nokkur skref Reddick sagði rólega við börn sín: ,Jæja, við skulum þá grafa okkur í fönn.” Sharon og faðir hennar tröðkuðu fram og aftur, þangað til þau voru búin að þjappa snjóinn vel á hringlaga svæði, sem var tæpir 2 m í þvermál. Jafnframt spörkuðu þau ölium lausum snjó út úr hringn- um. Davíð tók fram álpottana og fór að moka blautum snjónum burt úr hringnum. Þau lögðu svo hart að sér, að þau gengu upp og niður af mæði og svitnuðu af áreynslunni. En loks hafði þeim tekist að mynda sporöskjulagaða gryfju, sem var nógu stór fyrir þrjá. Reddick hamaðist við verkið. Hann víkkaði smám saman gryfjuna, hlóð veggi til varnar gegn storm- inum og breiddi úr þunnri segldúks- pjötlu, sem hann hafði haft með sér, ef þau skyldu lenda í slíkum vand- ræðum. Hann gerði sér ekki grein fyrir því, að algert magnleysi var að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.