Úrval - 01.05.1976, Page 22

Úrval - 01.05.1976, Page 22
20 URVAL yfirbuga hann, magnleysi, sem staf- aði af því, að líkami hans var farinn að missa meiri hita en hann fram- leiddi. Skynjun hans og rökrétt hugsun var óðum að sljóvgast, og hann átti sífellt erfiðara með að samræma starf huga og handar. Hann barðist við að breiða segl- dúkinn yfir snjógryfjuna og að koma bakpokunum þeirra ofan á brúnirn- ar, svo að segldúkurinn fyki ekki burt. í hvert skipti, sem hann lyfti dúknum til þess að breiða úr hon- um, svipti vindurinn upp einhverju horni hans og reif hann út úr hönd- um hans. Þegar honum hafði loks tekist þetta, hneig hann niður af þreytu x gryfjunni. Hann hjálpaði þeim Davíð og Sharon að skreiðast í svefnpoka sína. Sjálfur hafði hann ekki lengur mátt til þess að skreið- ast í sinn svefnpoka, heldur hneig hann niður á hann. Svo sofnuðu þau öll mjög fljótlega í blautum fötunum. Reddick hafði lagst næst opinu, svo nærri því, að hann gæti teygt höndina til þess, ef ske kynni að vindurinn feykti til horni segldúks- ins fyrir ofan opið. Hann gætti þess að liggja þannig, að líkami hans verndaði þau fyrir vindinum. ,,Þið megið ekki yfirgefa þessa gryfju, fyrr en vindinn hefur lægt,” sagði hann við þau, rétt áður en hann sofnaði. „Þjóðgarðsvetðirnir munu koma til þess að leita að okkur. Lou Whitt- aker er einn af bestu björgunarliðs- mönnum landsins.” Þau vöknuðu öll nokkru síðar. Þau fóru að syngja í þeim tilgangi að stappa í sig stálinu. Þau báðust fyrir öðru hverju. Þeim fannst þau vera einmana og hjálparvana, grafin undir samanþjappaðri snjóbreiðu, næstum örugglega aiveg hulin, þannig að björgunarlið kæmi ekki auga á þau. En þau trúðu á mátt bænarinnar. ,,Hvað svo sem gerist, mun guð senda hjálp,” sagði Reddick við þau hvað eftir annað. Sharon tók eftir því, að faðir hennar virtist verða sífellt magn- lausari með hverri stundinni, sem leið. Hann lá alveg hreyfingarlaus og sneri bakinu að opinu, sem gustaði inn um við brúnir segl- dúksins. Stundum losnaði eitt horn dúksins, og þá teygði hann hand- legginn hægt upp og festi dúkinn aftur. Það má teljast kaldhæðni, að kuldinn var í rauninni ekki nógu mikill. Hefði verið kaldara, hefði snjógryfjan skýlt þeim eins og raun- verulegt hlaðið snjóhús og snjórinn í henni hefði verið harður og veitt líkamshita þeirra tækifæri til þess að ylja þeim. En það var aðeins 5,5 stiga frost á Celsius, og líkamshiti þeirra bræddi bara snjóinn umhverf- is þau. Þau urðu þvfsífellt blautari, og vanlíðan þeirra jókst stöðugt. Eftir að þau höfðu beðið þannig í margar klukkustundir, lyfti Reddick upp höfðinu og sagði: ,,Ég held, að ég sé ekki fær um að fara eftir hjálp. Ég held, að ég komist ekki niður fjallið. ”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.